fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 18:30

Ljónsmakkamarglyttan er sú stærsta sinnar tegundar svo vitað er um og getur orðið allt að 37 metra löng, með fálmurum og öllu. Eins stór og ófrýnileg sem þessi marglitta er þá er hún sem betur fer ekki eitruð fyrir okkur mennina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plánetan okkar geymir urmul af dularfullum, undarlegum og dásamlegum verum og stöðum sem sýna okkur á hverjum degi hversu lítið við vitum um Jörðina. Hér má sá safn vefmiðilsins Kueez af undraverðum ljósmyndum sem sýna okkur heiminn í nýju ljósi.

Að sjálfsögðu byrjum við á hvölum, en hvalir eru stærstu skepnur sem hafa lifað á jörðinni. Sunir hvalir geta vegið yfir 200 tinn og teygt sig yfir 30 metra. Hér má sjá stærðarmuninn á hnúfubak og kafara.

Hnúfubakur er ekki stærsta hvalatgegundin en það er hins vegar steypireiðurinn sem getur orðið allt að 30 metrar að lengd.

Refur með vængi?

Þessi risaleðurblaka nefnist Giant golden-crowned flying fox er ein stærsta leðurblökutegundin á jörðinni. Þessi stóra ávaxtaæta er í útrýmingarhættu.

Ávaxtaleðurblökur eru flestar stærri en leðurblökur sem lifa á blóði, skordýrum eða smádýrum.

Ertu ekki fegin/nn að þú býrð á Íslandi en ekki í Suðurríkjum Bandaríkjanna þegar þú sérð svona ljósmyndir? Hér er ein stærsta lirfutegundin sem verður tæplega 13 cm að lengd. Þrátt fyrir það hversu ófrýnileg þessi lirfa lítur er þá er hún alls ekki eitruð eða hættuleg á neinn hátt. Broddarnir eru meira að segja linir viðkomu. Stuttu eftir að hafa náð þessari stærð gerir lirfan sér púpu og ummyndast í gullfallegt fiðrildi með röndóttan rauðan og gulan búk og röndótta rauða og gráleita vængi með ljósa depla.

Lirfan er á stærð við íspinna.
Regal moth (Citheronia regalis) er svo sannarlega konunglegt fiðrildi.

Minnsta tölva í heimi er 0.33 millimetrar á hvora hlið, en í samanburði er eitt hrísgrjón um 5-7 millimetrar að lengd.

Minnsta tölva í heimi.

Þessi pínuponnsulitla skjaldbaka er á stærð við hindber! Hversu sætt?

Ætli hún verði ekki vel mett af þessu beri?

Risa flæmingja kanínan er á stærð við lítinn íslenskan fjárhund eða um sex kíló og um 1,2 metrar að lengd! Ólíkt morðóðu kanínunni í Monty Python: The Holy Grail, þá er þessi tegund þekkt fyrir þolinmæði og rósemi.

Spurning hvort þessi sé jafn nýtileg sem fjárhundur eins og hinn íslenski?

Þessi krúttlega dýrategund er pokadýr og finnst í Ástralíu. Risavambinn er eins og stórt karlabarn í fangi þessarar konu.

Eitt knúsulegasta dýr Jarðar!

Hér má svo sjá raunverulegan stærðarmun á heimsálfunni Afríku og svo Norður Ameríku, en þess má geta að hefðbundin landakort gefa afar skakka mynd af því hversu stór lönd virðast í samanburði við hvort annað.

Norður Ameríka kemst fjórum sinnum fyrir innan þess landsvæðis sem Afríka telur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.