fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Tveir Danir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru tveir ungir Danir, Osama Mohammad Khidhir, 20 ára, og Ibrahim Jamil Bader Merei, 24 ára, dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð og morðtilraun. Þeir eru félagar í glæpagenginu Loyal to Familia sem er glæpagengi innflytjenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Þeir voru fundnir sekir um að hafa myrt mann fimmtudag einn í nóvember 2017 en morðið var afleiðing átaka glæpagengja. Dómurinn í síðustu viku var kveðinn upp af Eystri Landsrétti sem staðfesti þar með dóm undirréttar um þyngd refsingarinnar.

Fram kemur að mennirnir hafi komið akandi á mótorhjóli að bíl mannsins á Norðurbrú. Þeir stefndu beint á bílinn og annar þeirra steig af hjólinu og skaut sjö skotum á bílinn með hálfsjálfvirkri skammbyssu.

Þrír voru í bílnum, þar á meðal Ghassan Ali Hussein, sem fékk skot í höfuðið og bak. Hann lést skömmu síðar af völdum skotsáranna. Annar farþegi fékk skot í handlegginn en sá þriðji náði að komast ósærður út úr bílnum.

Undirréttur hafði sakfellt Khidhir og Merei fyrir að hafa reynt að drepa þá tvo sem sluppu lifandi en Eystri Landsréttur taldi ekki sannað að þeir hefðu reynt að drepa þann þriðja.

Lögreglan telur ekki að hinn myrti eða hinir tveir hafi verið félagar í glæpagengi.

Eystri Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að morðið hafi tengst átökum glæpagengja og því var dómurinn kveðinn upp í samræmi við þá grein hegningarlaganna sem snýr að glæpagengjum en það þýðir að refsingin er þyngri en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran