fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Gæti endað með því að milljónir Bandaríkjamanna hafi ekki efni á vatni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 08:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint vatn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og nú, þar sem handþvottur er stór liður í því að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Það eru þess vegna ógnvekjandi fréttir, að hækkandi vatnsverð komi svo illa við fjárhag milljóna Bandaríkjamanna, að gætu þurft að komast af án þess. The Guardian skýrir frá þessu.

Miðillinn hefur látið framkvæma stóra könnun í 12 borgum í Bandaríkjunum, sem sýnir að verðið á vatni og frárennslisvatni, hefur hækkað um hvorki meira né minna en 80% á síðust átta árum.

Þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samkvæmt The Guardian þýða hækkanirnar það að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að komast af án hreins vatns og í versta falli missa heimili sín. Margir eru í vandræðum vegna þessa miklu hækkana og þeir fátækustu eru í miklum vanda.

Niðurstöður kannanirnar sína að mikill hluti hækkananna sé tilkominn vegna gamalla innviða, umhverfishreinsana og þess að tekið er tillit til lofslagsáhrifa. Ef ekkert verður gert til þess að sporna við þessari þróun mun það, samkvæmt The Guardian, sérstaklega verða til þess þegar fram í sækir sem áhrifa hækkananna fer að gæta og stór hluti fólks mun standa frammi fyrir reikningum sem það getur ekki greitt. Miðillinn hefur þó rætt við fjölda Bandaríkjamanna, sem standa nú þegar frammi fyrir því að geta ekki greitt reikningana, sem hafa hækkað og hækkað á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum