fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Starfaði hjá Barnavernd í apríl: Grunaður um vændi í nóvember

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stundað umfangsmikla vændisstarfsemi vann við eftirlit hjá Barnavernd Reykjavíkur þar til síðastliðinn apríl. Lögregla telur manninn hafa byrjað að stunda vændisstarfsemi eftir að hann hætti þar störfum.

RÚV greinir frá þessu. Líkt og áður hefur verið greint frá var karlmaðurinn, sem er á fertugsaldri, handtekinn ásamt kærustu sinni, erlendri konu á fimmtugsaldri, í síðustu viku. Þau eru grunuðu um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi.

Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 á dögunum að málið sem nú væri til rannsóknar sé umfangsmikið. Sagði hann að vændi væri að aukast á Íslandi.

Í þessu tiltekna máli leiki grunur á að einstaklingar hafi haft viðurværi eða atvinnu af vændi annarra. Þá sé verið að rannsaka hvort þrjár erlendar konur sem tengjast málinu séu þolendur mansals. Engin þeirra er búsett hérlendis en hafa dvalið hér um stutt skeið.

Framkvæmdastjóri Barnaverndar, Halldóra Gunnarsdóttir, segir í samtali við RÚV að ekki sé grunur um að maðurinn hafi framið refsiverðan verknað meðan hann starfaði við eftirlit.

Hún segir að sakaferill mannsins hafi verið skoðaður í þaula og ekkert athugavert hafi komið í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni