fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Matur

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Rakang, sem sérhæfir sig í tælenskri matargerð, býður nú upp á heldur sérstakt tilboð. Fólk sem að hefur farið í magaminnkunaraðgerð getur fengið 50% afslátt af hlaðborði staðarins. Á heimasíðu staðarins er umrætt tilboð auglýst svona:

„Fólk er eins misjafnt og það er margt, það vitum við. Einn hópur sem fer sífellt stækkandi er fólk fer í magaminnkunaraðgerð og við viljum koma á móts við þennan hóp með því að bjóða 50% afslátt af mat hjá okkur.“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi Rakang, sagði í samtali við DV að fólk sem að hefur farið í magaminkunnaraðgerðir borði yfirleitt minna en aðrir og því sé ósanngjarnt að það borgi sama verð og aðrir. Guðmundur talar frá eigin reynslu, en hann hefur nefnilega farið í svona aðgerð.

„Ég fór sjálfur í svona magaminnkun og nú þegar ég fer út að borða sjálfur þá get ég bara borðað ofboðslega lítið. Þá er leiðinleg að borga fullt verð fyrir eitthvað sem maður bara rétt snertir, eða færð þér bara einn þriðja af.“

Fólk sem nýtir sér tilboðið fær sérstakt afsláttarkort sem það sýnir er það kaupir sér mat á staðnum. Afslátturinn gildir með hlaðborðinu á Rakang. Tilboðið gildir einungis fyrir þá sem hafa farið í umrædda aðgerð, en ekki þá sem að borða með þeim, auk þess gildir það ekki með öðrum tilboðum.

Til að byrja með var ætlast til þess að fólk myndi vísa fram einhverskonar staðfestingu á aðgerðinni, til dæmis yfirlýsingu frá lækni eða afrit af reikningi á ásamt andlitsmynd, nafni og kennitölu. Það var gert til að sjá til þess að óprúttnir aðilar myndu ekki nýta sér tilboðið, án þess að hafa farið í aðgerð.

Vegna ábendinga var þessum reglum breytt í morgun, en nú þarf maður einungis að sýna fram á að maður sé meðlimur í ákveðnum Facebook-hóp ætlaðan þeim sem hafa farið í magaminkunaraðgerð.

Guðmundur hvetur önnur veitingahús að gera slíkt hið sama eða finna önnur góð úrræði handa þessum hóp, sem er að mati Guðmundar orðin ansi stór. Hann grínast að lokum með að það væri sérstaklega gott ef að steikhús myndu taka upp á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar