fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Lokar þú klósettinu? Vatnið getur náð metra hæð þegar sturtað er niður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 07:01

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sturtað er niður getur ský kórónuveirudropa myndast og næsti notandi klósettsins gæti andað því að sér og breytt þannig út smit, niðurstöður nýrrar rannsóknar vara við þessu. Eðlisfræðingar sem sérhæfa sig í eiginleikum vökva, vara við þessari smitleið í kjölfar þess að kórónuveiruagnir fundust í saur smitaðra.

Hættan á því að COVID-19 smitist við almenna notkun salerna gæti haft áhrif á opnun vinnustaða, veitingastaða og bara, þegar heimurinn fer aftur í gang eftir lokun.

Samkvæmt vísindamönnunum þýðir það ekkert endilega að allt innihald klósettsins yfirgefi svæðið að sturtað sé niður. Hin mikla hreyfing sem verður á vatninu þegar sturtað er, getur aftur á móti orðið til þess að dreifa bakteríum og vírusum. Almenningur virðist þó ekki vita af þessari smitleið.

Nákvæm tölvumódel voru notið til þess að líkja eftir vatni og lofti í klósetti þegar sturtað er og því dropaskýi sem myndast. Rannsókn þessi birtist í tímaritinu Physics og Fluids. Rannsóknin sýndi að þegar vatnið flæðir í klósettskálina myndast hvirflar sem lyfta örsmáum dropum í allt að metra hæð. Miklar líkur eru á því að fólk andi þessum dropum að sér eða að þeir setjist á yfirborð hluta á salerninu. Droparnir eru svo litlir að þeir geta svifið um í meira en mínútu.

Til þess að draga úr þessu fyrir þetta vandamáli er fólki bent á að loka klósettinu áður en sturtað er. Vísindamennirnir hvetja til þess að hönnuð verði betri klósett sem lokast sjálfkrafa áður en sturtað er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni