fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Óttast það versta – Næstu dagar verða afgerandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 07:15

Frá Peking. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Í lok janúar var borgin lokuð af til að hægt væri að hemja útbreiðslu veirunnar. En hún hafði þá þegar borist út fyrir borgarmörkin og hefur síðan dreifst um allan heim. Kínverjar náðu síðan góðum tökum á faraldrinum og nýsmitum og dauðsföllum fækkaði mikið, þar til nú.

Nú óttast yfirvöld að önnur bylgja faraldursins sé skollin á. Þann 11. júní var fyrsta smitið í tvo mánuði staðfest í Peking. Síðan hafa 137 smit verið staðfest. Mörg þeirra hafa verið rakin til Xinfadi-markaðarins í borginni. Frá 30. maí hafa 200.000 manns lagt leið sína þangað.  Bloomberg skýrir frá þessu og segir jafnframt að veiran hafi nú þegar borist til nágrannabyggða Peking.

Þetta er mikið áfall fyrir yfirvöld sem höfðu lýst yfir sigri í baráttunni við veiruna og opnað vinnustaði á nýjan leik. Nú verður að taka skref aftur á bak í baráttunni við veiruna.

Ákveðið hefur verið að loka skólum í borginni sem og íþróttamannavirkjum. Einnig hafa ákveðin hverfi í borginni verið sett í sóttkví, það eru hverfi þar sem talið er að smithættan sé mikil eða í meðallagi mikil. Margir hafa einnig verið beðnir um að vinna heima á næstunni.

Kínverjar geta tekið sýni úr 90.000 manns á sólarhring og nú eru tekin um 70.000 sýni á sólarhring í Peking. Wu Zuyou, sóttvarnarlæknir landsins, sagði í vikunni að niðurstaðan úr þessum sýnatökum muni skera úr um hvort nýr faraldur sé hafinn í borginni.

Zeng Guang, háttsettur sérfræðingur hjá heilbrigðisyfirvöldum landsins, telur að miklar líkur séu á ”væg önnur bylgja” sé skollin á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra