fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nöfn tuga Íslendinga í gagnalekanum frá Bermúda

Auður Ösp
Mánudaginn 6. nóvember 2017 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslend­ing­ar eru meðal þeirra sem nýttu sér skatta­skjól sam­kvæmt hinum svokölluðu Paradísarskjöl­um frá App­le­by-lög­manns­stof­unni á Bermúda. 96 fréttamiðlar í 67 lönd­um byrjuðu að fjalla um skjölin í gærkvöldi en það var þýska blaðið Süddeutsche Zeitung sem komst yfir gögnin og deildi áfram. Þetta kemur fram á vef Reykjavik Media sem kemur að rannsókn málsins hér á landi ásamt RÚV.

Para­dís­ar­skjöl­in veita inn­sýn í skattap­ara­dís­ir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki nýta sér gluf­ur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eign­ir sín­a, líkt og fram kemur á vef Reykjavik Media.

Fram kemur að nöfn nokkurra tuga Íslendinga sé að finna í skjölunum en skjölin koma innan úr lögfræðistofunni Appleby á Bermúda eyjum og innan úr Asiaciti sjóðnum í Singapúr. Í skjölunum má einnig finna upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum.

Ísland er þó smátt í þessum gagnaleka þegar miðað er við Panamaskjölin og þá hafa ekki fundist nöfn íslenskra stjórnmálamanna í gögnunum. Fjallað verður um nokkra af þeim Íslendingum sem koma fyrir í skjölunum í fréttaskýringaþættinum Kveikur sem sýndur verður á RÚV næstkomandi þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum