fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Tók mynd af sér við mótmæli og fær nú þrálatar morðhótanir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hafa margir áhrifavaldar verið harðlega gagnrýndir fyrir að nota Black Lives Matter-mótmælin til að auka vinsældir sínar á samfélagsmiðlum. Nokkur myndbönd af áhrifavöldum fóru í dreifingu um netið og vöktu mikla reiði. Instagram-síðan Influencers In The Wild birti nokkur slík myndbönd.

Sjá einnig: Áhrifavaldar vekja reiði fyrir að nota mótmælin til að afla sér vinsælda

Rússneski áhrifavaldurinn Kris Schatzel fær nú morðhótanir og óttast um líf sitt eftir að myndband af henni fór í dreifingu um samfélagsmiðla.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Kris baðst í kjölfarið afsökunar á Instagram en afsökunarbeiðnin féll ekki vel í kramið hjá netverjum.

„Ég fór á mótmælin og þetta fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér. Ég tók nokkrar myndir því ég er áhrifavaldur/fyrirsæta. Neikvæðu viðbrögðin voru yfirþyrmandi,“ segir Kris og bætti við að hún beri mikla virðingu fyrir Black Lives Matter-hreyfingunni.

„Ég átta mig á því að ég valdi ekki beint rétta vettvanginn til að breiða út boðskapnum með því að taka myndir eftir friðsæl mótmæli og ég tek fulla ábyrgð á því. Ég í alvöru trúi því að það er eitthvað virkilega að samfélaginu okkar þegar svo margir eru að kalla eftir því að mér verði nauðgað eða ég verði drepin, svo fátt eitt sé nefnt.“

https://www.instagram.com/p/CBEh6ULJvvW/

Kris deildi þessari færslu fyrir ellefu dögum en fær enn morðhótanir. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum og grátbiður fólk um að hætta að hóta henni.

„ÉG ER HRÆDD!!! Ég tók mynd við friðsæl mótmæli. Mörg hundruð einstaklinga eru að hóta að drepa mig. VINSAMLEGAST HÆTTIÐ!!“ sagði Kris fyrir viku síðan.

Um 1700 manns líkuðu við færsluna en 3500 manns skrifuðu ummæli við hana. Þar benda nokkrir netverjar á að ef hún myndi fjarlægja upprunalegu myndina þá myndu hótunum líklegast linna.

„Ef þér væri ekki sama þá myndirðu eyða myndinni. Biðjast afsökunar án þess að segja „en.“ Og kannski ekki vera á samfélagsmiðlum í smá tíma. En á meðan myndin er enn á síðunni þinni er afsökunarbeiðni þín kjaftæði,“ segir einn netverji og hafa um 4200 manns líkað við þessi ummæli.

„Skref 1: Fjarlægðu myndina. Skref 2: Biðstu afsökunar án þess að segja „en“. Sættu þig við að þetta hafi verið rangt. Skref 3: Slakaðu á,“ skrifaði annar netverji og hafa yfir 5300 manns líkað við þau ummæli.

https://www.instagram.com/p/CBL8LHVp4Ur/

Kris hefur þvertekið fyrir það að hún standi fyrir einhvers konar söfnun fyrir sig. Hún segir að það séu margar síður sem sigla undir fölsku flaggi og óska eftir pening fyrir hana.

https://www.instagram.com/p/CBJcHQ7Jrjo/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í fyrsta sinn í svínum hérlendis

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í fyrsta sinn í svínum hérlendis

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.