fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Forsetaframbjóðandi og fyrrverandi þingkona senda bakara kaldar kveðjur: „Oj hræðilegur maður“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, skýtur nokkuð fast á Svan Má Scheving, sem er titlaður bakari og kokkur á Facebook, í stöðufærslu á Facebook. Nichole birtir skjáskot af athugasemd Svans og segir hann fordómafullan.

Forsaga málsins er að Helga Vala Helgadóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni að stjórnarandstöðunni sé nú kennt um að ný ríkisstjórn fái ekki að leggja fram fjárlög síðustu ríkisstjórnar. „Welcome to your new life Helga Vala mín,“ skrifar Nichole í athugasemd við færsluna, en þingkonan fyrrverandi er ættuð frá Bandaríkjunum.

Þá skrifar Svanur: „Getur þú ekki talað íslensku“. Nichole spyr á móti hvort hann hafi ekki smá húmor og að hún megi nú tala það tungumál sem henni sýnist. Athugasemd Svans hefur nú verið eytt en svar hans má sjá í skjáskoti Nichole. „Þú ættir að skammast þín þar sem þú ert þingmaður og á launaskrá hjá okkur, ættir að reyna að sýna íslensku þjóðinni smá sóma,“ skrifar Svanur.

Nichole segir í færslu sinni á Facebook þar sem hún gagnrýnir Svan að enska sé hennar móðurmál. „Kæri fordómafullur fullorðin karlmenn (að mestu leiti) ég er ekki lengur að starfa sem Þingmaður og það er ekki lengur ykkur hlutverk að koma fram við mig af fordóma, dónaskapi eða neikvæðni. Ensku er móðurmálið mitt og ég mun nóta það hvenær og hvar sem er,“ skrifar Nichole og deilir pistli hennar sem birtist í Fréttablaðinu á dögunum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nichole segir að einn daginn muni menn eins og Svanur skilja framlag útlendinga til íslensks samfélags. „Einhvern tíma muni fólk meta mig fyrir hvað ég geri, hver ég er og hvaða hugsjón ég hef frekar en hvernig ég skrifa og tala íslensku! Ekki bara mig heldur allir okkur 10% nýju íslendingar sem hlut af þjóðin… okkur vinnuafl og skatt pening er vel þegið er það ekki,“ segir Nichole.

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, skrifar stutta athugasemd við færslu Nichole: „oj hræðilegur maður“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum