fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Páll Einarsson: „Það yrði enginn hissa þótt Hekla gysi fljótlega“ – Þekktar eldstöðvar þenjast út

Öræfajökull þenur sig – Mikið hamfaragos varð þar árið 1362

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að enginn yrði hissa þótt Hekla gysi fljótlega. Hann segir að þensla hafi verið í Bárðarbungu og Grímsvötnum frá síðustu gosum og segir hann að báðar eldstöðvarnar séu að undirbúa sig fyrir næstu gos.

Þetta kemur fram í viðtali við Pál í Morgunblaðinu í dag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að þekktar eldstöðvar séu að þenjast út og betur sé fylgst með þeim en nokkru sinni fyrr.

Hamfaragos í Öræfajökli

Hekla gaus síðast árið 2000 og síðan þá hefur hún verið að þenjast út. „Það yrði enginn hissa þótt Hekla gysi fljótlega. Það gæti líka dregist. Við þekkjum ekki hversu lengi eldfjöllin þola að þenjast án þess að gjósa,“ segir Páll.

Bent er á það að Öræfajökull hafi verið að þenja sig að undanförnu, mælingar sýni það. Á sögulegum tíma hefur tvisvar gosið í jöklinum; árin 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var mikið hamfaragos og lagði sveitina Litla-Hérað í rúst.

Efla þarf vöktun

Aðspurður segist Páll telja að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum að undanförnu megi rekja til jarðhitavirkni í Kverkfjöllum. Í Kverkfjöllum er að finna eitt stærsta háhitasvæði landsins og bendir Páll á að líklega sé svæðið að losa sig við vatn.

Pressan fjallaði ítarlega um stöðu mála þann 1. nóvember síðastliðinn. Þar sagði Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísinda- og og þingmaður að efla þurfi vöktun, rannsóknir og viðbúnað fimm megineldstöðva: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvatna, Kötlu og Öræfajökuls.

„Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð […] Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli […] Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð,“ sagði Ari Trausti.

Getur gosið með mjög skömmum fyrirvara

Þá var vísað í viðtal DV í fyrra við Pál Einarsson sem sagði ástand Kötlu mjög óvíst og það væri búið að vera þannig lengi.

Aðspurður um framvindu mála hvað Heklu varðar sagði Páll að Hekla hagi sér öðruvísi en Katla því hún sýndi enga skjálftavirkni rétt áður en gos kæmi upp. Við vitum hins vegar að Hekla hefur verið að safna kviku síðan í síðasta gosi og er enn að því. Þrýstingurinn í kvikunni er kominn fram úr því sem var í síðustu tveimur gosum þar á undan.

„Þetta þýðir einfaldlega að Hekla á næsta leik og það með gosi. Við fáum sjálfsagt ekkert að vita um það fyrr en nokkrum klukkutímum á undan. Við teljum okkur skilja meira hvað sé að gerast varðandi Heklu en önnur fjöll. Það sem gerir Heklu sérstaka er að forboðar gosanna eru mjög skýrir en 79 mínútur liðu áður en fyrsti skjálftinn mældist þangað til að gosið kom upp árið 2000,“ sagði Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar