fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum 130 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 21:20

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian eru talin skulda viðskiptavinum sínum sem svarar til um 130 milljarða íslenskra króna vegna flugferða sem var aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. SAS skuldar bróðurpartinn af upphæðinni eða um 88 milljarða.

Þeir sem ætluðu að ferðast með flugfélögunum í mars fá ferðirnar endurgreiddar nú í júní. Þeir sem ætluðu að ferðast með félögunum í apríl og maí fá ekki endurgreitt fyrr en í haust. Bergens Tidende skýrir frá þessu.

SAS skuldar farþegum meira en félagið á í reiðufé en John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, segir öruggt að allir þeir fái endurgreitt sem þess óska.  Í því sambandi bendir hann á að yfirvöld í Svíþjóð og Danmörku hafi veitt félaginu lán upp á sem svarar til um 40 milljarða íslenskra króna. Að auki vinnur SAS nú eftir áætlun sem á að færa félaginu meira fé.

Upplýsingafulltrúi Norwegian vildi ekki upplýsa hversu mikið félagið skuldar viðskiptavinum sínum en sérfræðingar telja það vera sem svarar til 26 til 52 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós