fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Lögreglan lýsir eftir rúmenskum karlmönnum – mögulega smitaðir af COVID-19

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 23:58

Tveir af mönnunum þremur sem lögreglan lýsir eftir. Mynd/lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þremur rúmenskum karlmönnum, sem komu til landsins fyrripart vikunnar í sex manna hópi, en þeir kunna mögulega að vera smitaðir af COVID-19. Tveir samferðamanna þeirra, sem voru handteknir fyrir þjófnað, hafa verið greindir með COVID-19 og því er uppi grunur að það sama geti átt við um þremenningana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Mennirnir sem leitað er að heita Pioaru Alexandru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir. Ionut og Dragomir eru á þrítugsaldri, en Badiu er á fertugsaldri.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega