fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Fjórtán lögreglumenn í sóttkví – Tveir grunaðir þjófar smitaðir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær, að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um þjófnað úr verslunum á Selfossi. Við rannsókn málsins kom í ljós að þeir komu til landsins fyrir fjórum dögum og áttu því að vera í sóttkví. Vegna þessa var ákveðið að taka sýni úr nefkoki til að kanna með hugsanleg COVID-19 smit.

Niðurstöður bárust lögreglu um hádegi í dag og reyndust þá tveir einstaklingana vera jákvæðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglu.

Vegna almannahagsmuna og byggt á heimildum í sóttvarnalögum hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi að beiðni sótttvarnalæknis vistað aðilana á meðan frekari rannsóknir meðal annars mótefnamæling fara fram. Þremenningarnir komu til landsins með þremur öðrum einstaklingum og er þeirra nú leitað.

Ákvörðun um næstu skref verða tekin þegar þær niðurstöður liggja fyrir.

Vegna málsins eru fjórtán lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðisins í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“