fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Hlýjasti maí í 39 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn maímánuður var hlýjasti maímánuðurinn í 39 ár samkvæmt mælingum vísindamanna á vegum ESB. Hærri sjávarhiti veldur því að hitinn á landi er hærri.

Í maí var meðalyfirborðshiti á jörðinni 0,63 gráðum hærri en meðaltal áranna 1981 til 2010. Hitinn var sá hæsti frá því að mælingar hófust 1981.

Ef aðeins er litið á hitann í Evrópu þá var meðalhitinn í maí aðeins lægri en venja er til. Það var hlýrra en venja er í suðvestanverðri og norðvestanverðri álfunni en kaldara í norður- og austurhluta hennar.

Meðalhitinn í mars til og með maí var 0,7 gráðum yfir venjulegum meðalhita.

Alþjóða veðurfræðistofnunin WMO sagði í síðasta mánuði að hærri sjávarhiti muni valda hærri hita á landi.

Óvenjulega hlýtt hefur verið í Alaska, Síberíu og á Suðurskautslandinu að undanförnu. Þar var meðalhitinn allt að 10 gráðum hærri en venjulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni