fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Þingmaður segir Kínverja reyna að seinka þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 19:00

Rick Scott ræðir við fréttamenn. Mynd:EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum sannanir fyrir að Kínverjar reyni að seinka þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni.“ Þetta sagði Rick Scott, þingmaður repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, á sunnudaginn.

„Við verðum að fá þetta bóluefni. Því miður höfum við sannanir fyrir að kommúnistarnir í Kína reyni að eyðileggja þróunarstarfið eða seinka því.“

Hefur BBC eftir honum.

„Kínverjar vilja ekki að við verðum fyrstir með bóluefni. Þeir hafa ákveðið að vera andstæðingar Bandaríkjamanna og þar á ég við lýðræði um allan heim.“

Hann vildi ekki skýra nánar frá smáatriðum þegar hann var spurður út í hvaða sönnunargögn liggi að baki ummælum hans nema hvað að þetta kæmi frá leyniþjónustustofnunum.

„Þetta bóluefni skiptir virkilega miklu máli til að við getum komið efnahagslífinu í gang á nýjan leik. Ég held að ef Englendingar verða fyrstir með það þá muni þeir deila því með heiminum. Kommúnistarnir í Kína munu ekki deila því með heiminum.“

Scott hefur áður tekið sér stöðu sem harður gagnrýnandi Kína. Fyrir nokkrum dögum krafðist hann þess að Kínverjar verði dregnir til ábyrgðar fyrir að hafa leynt mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Kínverjar biðu í rúma viku með að opinbera erfðafræðilega uppbyggingu veirunnar eftir að þrjár rannsóknarstofur þar í landi höfðu kortlagt hana. AP fréttastofan skýrði frá þessu í síðustu viku og byggði á gögnum frá WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife