fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Borgin sögð brjóta samkomulagi við ríkið – „Stjórnarskrárbrot ef rétt reynist“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 16:30

Stýrihópurinn ásamt borgarstjóra og samgönguráðherra við kynningu á skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Ernir hefur verið tilkynnt af Reykjavíkurborg að rífa þurfi viðhaldsstöð flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli, vegna nýs skipulags þar sem brúin yfir Fossvoginn á að taka land. Þar sem enginn lóðaleigusamningur liggur fyrir, fær Ernir engar bætur og er rekstur félagsins í uppnámi, samkvæmt Herði Guðmundssyni forstjóra í fréttum Stöðvar 2.

Þvert á samkomulag

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tjáði sig um málið á Facebook og minnti á að borgin hefði nýlega skrifað undir samkomulag við ríkið þess efnis að ekki yrði hróflað við flugvellinum á meðan aðrir valkostir væru metnir.

Samkomulagið sem Eyþór vísar í var undirritað í fyrra og snerist um að tryggja rekstur Reykjavíkurflugvallar, meðan nýr staður væri fundinn fyrir flugvöllinn í Hvassahrauni:

„Í samkomulaginu eru aðilar sammála um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Í samkomulaginu er miðað við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Þá lýsir Reykjavíkurborg jafnframt yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi.“

Nauðsynlegar breytingar virðast ekki hafa verið gerðar á aðalskipulagi, því samkvæmt forstjóra Ernis myndi öll starfsemi félagsins, sem meðal annars snýr að sjúkraflugi, lamast ef viðhaldsstöðin yrði rifin.

Eyþór segir langt seilst hjá meirihlutanum:

Að hóta svo eignaupptöku án þess að ætla að bæta tjónið. Það er stjórnarskrárbrot ef rétt reynist.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“