fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Efasemdir um skimun ferðamanna – Bryndís og Þórólfur tókust á í Kastljósi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 20:12

Bryndís hefur efasemdir um verkefnið. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir gagnrýnir áætlun um skimun allra ferðamanna sem koma hingað til landsins frá og með 15. júní. Hún telur að skimunin tryggi ekki öryggi landsmanna og sé tímaeyðsla og peningasóun.

Bryndís sagði í Kastljósi í kvöld að áætlun heilbrigðisyfirvalda um skimun ferðamanna hafi komist mjög fljótt í ferli án þess að umræða um hana væri tekin. Hún hefur efasemdir um gagnsemi þess að skima hrausta einstaklinga sem koma til landins. Upplýsingar sem sýna háa tíðni falskra jákvæðra sýna vekja henni áhyggjur en hún sagði að jafnvel einn af hverjum fjórum væru einkennalausir fyrstu fimm dagana inn í veikindin. Sagði hún að átta hefðu greinst hér á landi í maí sem hefði flestir verið einkennalausir en hafa sögu um gamalt smit og greinast því núna jákvæðir. Þessir einstaklingar séu búnir að jafna sig ef þeir voru þá nokkurn tíma veikir og séu komnir með mótefni gegn veirunni. Bryndís bendir á að slíkt hið sama gæti gilt um einstaklinga sem koma hingað til landsins og greinast jákvæðir. Smitrakning varðandi þessa einstaklinga fari þá í gang og þeir fari í einangrun og vandamenn þeirra sem eru með í för fari í 14 daga sóttkví. Allt sé þetta í boði ríkisins og hún setur spurningamerki við réttmæti þess að fara í svo umfangsmiklar og dýrar aðgerðir á vafasömum forsendum.

Bryndís sagði einnig að hingað eigi eftir að koma ferðamenn sem gefi falskt neikvætt sýni og því sé ljóst að veiran muni koma til landsins.

„Orkan og flækjustigið sem fer í að útfæra þetta verkefni, þetta verður mjög erfitt og ég efast um að það sé þess virði,“ sagði Bryndís í Kastljósi.

Smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum vilja seinka opnun landsins og Bryndís sagði að það væri kannski gott að bíða dálítið og fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu.

Skjáskot Kastljós

Verið að fjárfesta í innviðum til framtíðar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig í Kastljósi og benti hann á að þó að verkefnið væri viðamikið og dýrt þá væri með því verið að fjárfesta í innviðum til framtíðar.

Innviði á veirufræðideild og innviði á Keflavíkurflugvelli varðandi sóttvarnir þyrfti að styrkja og þetta verkefni myndi styrkja sóttvarnir til framtíðar, vildi Þórólfur meina.

„Þetta er kostnaður en það þarf að gera þetta, þetta er verkefni sem mun skila sér,“ sagði Þórólfur.

Þórólfur benti á að þegar einstaklingur greindist jákvæður væri hægt að gera ýmsar rannsóknir til að komast að því hvort viðkomandi væri smitandi eða ekki, það væri t.d. hægt að beita blóðprufu. Þá væri ýmislegt í mælingunni sem gæfi til kynna hvort um gamalt smit væri að ræða eða ekki. Hann sagði alls ekki gefið að allir sem greindust með veiruna við komu til landsins þyrftu að fara í einangrun og þar með þyrfti samferðafólk þeirra ekki að fara í sóttkví.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd