fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Líklegra að börn séu rangfeðruð fyrir 1970

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 30. maí 2020 13:25

Dramatísk breyting á tölum um rangfeðrun frá Ís- lenskri erfðagreiningu sést á árunum 1970–1990 þar sem hlutfallið fellur um 2 prósentustig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega skýtur upp kollinum umræða um hversu algengt eða óalgengt sé að börn séu rangfeðruð og frægar eru sögur af þessu eða hinu barni sem þótti svo óskaplega líkt bóndanum á næsta bæ. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir það af og frá að slíkt sé eins algengt og menn vilji meina. Í október 2017 var haft eftir Kára í viðtali við visir.is að um 1 prósent þjóðarinnar væri rangfeðrað.

Nýjustu tölur frá Íslenskri erfðagreiningu sýna þó um 1,9 prósent að meðaltali, eða því sem nemur hátt í tvo af hverjum 100 einstaklingum. „Þá er búið að sía út þá sem hafa verið ættleiddir. Þetta er ívið hærra en ég hélt. Mismunurinn felst í því að ef tölurnar eru skoðaðar betur kemur í ljós að hlutfallið fer úr 3 prósentum 1970 í 1 prósent eftir 1990.“

Aðspurður um ástæður lækkunarinnar og hvort rekja megi hana til nýfundinnar siðferðiskenndar meðal landsmanna segir hann svo ekki vera. „Ég myndi frekar gera ráð fyrir að aukið aðgengi að getnaðarvörnum og slíku skýri mismuninn.“

Ýmislegt getur orðið til þess að fólk leiti uppruna síns en allt frá augnlit eða blóðflokki getur verið sterk vísbending um uppruna fólks.

Leiki vafi á faðerni barns er hægt að kalla eftir faðernisprófi í gegnum sýslumann sem skikkar þá viðkomandi í próf vilji hann ekki gangast undir það. Slíkt tekur allt að þrjá mánuði og felur í sér töluverðan kostnað sem faðirinn greiðir sé hann í raun faðir barnsins. Einnig er hægt að panta slík próf á netinu í gegnum síður á borð við dnatest.dk, en þess ber að gæta að prófin séu gæðavottuð. Með aukinni tækni er jafnvel hægt að panta próf sem segja til um hvort tvíburar séu eineggja og svokölluð ömmu- og afapróf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti