fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Raðmorðingi játar 14 morð – Verður ekki sóttur til saka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreskur maður hefur játað að hafa myrt 14 konur en samt sem áður verður hann ekki sóttur til saka að sögn lögreglunnar. Níu af fórnarlömbunum tilheyra rannsókn á umtöluðum raðmorðum en ekki var vitað að hin fimm tengdust þeim.

Í apríl taldi lögreglan sig hafa komist að hver stóð að baki að minnsta kosti þremur af tíu morðum sem voru framin í Hwaseong, borg sunnan við höfuðborgina Seoul, frá 1986 til 1991.

CNN hefur eftir talsmanni lögreglunnar að maðurinn hafi nú játað að hafa myrt níu af þessum tíu. Auk þess játaði hann fimm morð til viðbótar og um 30 kynferðisbrot. Eitt af morðunum tíu í Hwaseong er nú talið vera verk eftirhermumorðingja.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar lífstíðardóm. Hann verður ekki ákærður fyrir morðin því morð fyrnast í Suður-Kóreu og síðasta morðið fyrndist 2006.

Hann hafði áður verið yfirheyrður um morðin en neitað að vita neitt um þau. Eftir að lögreglan hafði byggt málin vel upp breyttist afstaða mannsins í síðustu viku og hann játaði morðin. Hann gaf ítarlega játningu og teiknaði morðvettvanga upp. Lögreglan mun nú rannsaka hvort játningar hans séu réttar. Fórnarlömbin voru allt frá unglingsstúlkum til kvenna um sjötugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma