Barcelona ætlar að sækja sér fjármuni á markaðnum í sumar og er Ousmane Dembele á brunaútsölu ef marka má fréttir.
Spænskir miðlar segja að Dembele verði til sölu á 37 milljónir punda í sumar.
Þrjú ár eru síðan að Barcelona borgaði 130 milljónir punda fyrir þennan öfluga franska landsliðsmann.
Barcelona gerði allt til þess að fá hann frá Dortmund en Dembele hefur ekki fundið taktinn á Nývangi.
Nú vill Barcelona losa sig við hann og gefur 16 milljarða króna í afslátt, hann hefur aðeins byrjað fimm leiki á þessu tímabili.