fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki hafin yfir gagnrýni og viðurkenni fúslega ef ég hleyp á mig eða geri mistök,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og vísar þar til flugfélagsins Play sem hann gagnrýndi á dögunum fyrir að úthýsa störfum til erlendra ríkja þar sem réttindi og kjör væru lægri en á Íslandi. Forsvarsmenn Play höfðu samband við Ragnar Þór og buðu honum í heimsókn til fyrirtækisins. Eftir þá heimsókn hefur Ragnar ákveðið að leyfa Play að njóta vafans og viðurkennt að hafa hlaupið á sig með gagnrýninni.

„Þann 18.maí síðastliðinn skrifaði ég færslu vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play gætu fyllt í skarðið færi svo að Icelandair yrði gjaldþrota.

Ég velti þeirri spurningu upp hvort þetta væri virkilega leiðin sem við vildum fara að fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigri sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerfiverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggis sjónarmiðum hlyti metnaður okkar að vera meiri en þetta.“

Ragnar segir að í kjölfarið af þessari gagnrýni hafi fyrirsvarsmenn Play haft samband og gerðu athugasemdir við gagnrýni hans. Var Ragnari boðið í heimsókn til fyrirtækisins þar sem hann fengi tækifæri til að kynnast fólkinu og hugmyndafræðinni að baki félaginu.

„Ég að sjálfsögðu þáði það boð enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað. Þetta voru afar áhugaverðir tveir klukkutímar sem við sátum saman og fórum yfir málin með stjórnendum og starfsfólki.

Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri.“

Ragnar viðurkennir því að hafa hlaupið á sig þegar hann gagnrýndi Play og líkti því við flugfélagið Bluebird Nordic.

„Ég er ekki hafin yfir gagnrýni og viðurkenni fúslega ef ég hleyp á mig eða geri mistök. Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög.
Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“