fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Líklega dýrasta gisting á landinu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 23. maí 2020 10:00

Jói í Múlakaffi er þekktur fyrir smekklegheit. Mynd: samsett frbl/Forbes skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um glæsilegustu gistingar landsins hefur farið hátt að undanförnu í ljósi þess að nú er hægt að gera mikil kostakaup á ýmsum gistimöguleikum sem áður hafa verið uppbókuð af ferðamönnum.

Sumarhús Jóhannesar Stefánssonar, sem er betur þekktur sem Jói í Múla kaffi, er líklega dýrasta gisting á landinu, en samkvæmt heimildum DV kostar nóttin per herbergi í sumarhúsinu 500.000 krónur. Húsið er almennt leigt viku í senn samkvæmt heimildum en óvíst er hvort breytingar verði á sökum ástandsins.

Mynd Skjáskot Googlemaps

Húsið er í Úthlíð og skartar alls kyns uppstoppuðum dýrum, svo sem ljónum, villisvínum og gíraffa. Sumarhúsið er aðeins leigt í gegnum lúxus afþreyingarfyrirtæki og því ekki hægt að nálgast verð og upplýsingar um laus tímabil í gegnum vefinn.  Hægt er að taka á móti allt að 20 manns í gistingu en í húsinu er að finna glæsilegan vínkjallara. Jói er mikill smekkmaður í mat og drykk en veitingarnar í húsinu vinsæla þykja á heimsvísu.

Inréttingar hússins eru nokkuð dökkar til að kallast á við veiðiþemað en húsið þykir hið glæsilegasta  líkt og meðfygjandi myndir sýna en þær eru frá ánægðum gestum.

Heimsfrægar stjörnur á borð við Beyoncé og Jay-Z auk fjölda erlendra milljónamæringa hafa gist í húsinu en ætla mætti að dýrasafnið þar innandyra gæti farið fyrir brjóstið á mörgum enda er uppstoppun og kjötát á hraðleið niður tískustikurnar. Sumarhúsið kallast The Trophy Lodge en líkur leiða að því að nafnið sé vísun í veiðigripina sem prýða húsið.

Sjá fleiri myndir hér 

Mynd Skjáskot Googlemaps
Mynd Skjáskot Googlemaps
Mynd Skjáskot Googlemaps

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“