fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Lögreglumaður grunaður um rekstur vændishúss

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskur lögreglumaður og eiginkona hans eru grunuð um að hafa rekið nuddstofu sem í raun var vændishús. Konurnar, sem þar störfuðu, eru frá Taílandi. Samkvæmt frétt Aftonbladet er talið að hjónin hafi hagnast um sem nemur rúmlega 20 milljónum íslenskra króna á rekstrinum.

Lögreglan lét nýlega til skara skríða gegn vændishúsinu, sem er í Stokkhólmi, eftir að hafa fylgst með því um langa hríð. Aftonbladet hefur eftir Christian Fröden, sem stýrir þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar mansalsmál, að hjónin hafi hagnast mjög á öðru fólki.

Per Nichols, saksóknari, vildi ekki segja hvaða hlutverki lögreglumaðurinn og eiginkona hans hefðu gegnt í rekstrinum og sagði að yfirheyrslur muni vonandi leiða það í ljós. Að lokum muni það vonandi leiða til að ákæra verði gefin út.

Dómsskjöl, sem Aftonbladet hefur undir höndum, sýna að hjónin hafi hagnast vel á rekstrinum eða um sem svarar til rúmlega 20 milljóna íslenskra króna. Þetta er byggt á áætlunum á grunni gagna sem lögreglan fann í vændishúsinu.

Hjónin voru úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi