fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Lögreglumaður grunaður um rekstur vændishúss

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskur lögreglumaður og eiginkona hans eru grunuð um að hafa rekið nuddstofu sem í raun var vændishús. Konurnar, sem þar störfuðu, eru frá Taílandi. Samkvæmt frétt Aftonbladet er talið að hjónin hafi hagnast um sem nemur rúmlega 20 milljónum íslenskra króna á rekstrinum.

Lögreglan lét nýlega til skara skríða gegn vændishúsinu, sem er í Stokkhólmi, eftir að hafa fylgst með því um langa hríð. Aftonbladet hefur eftir Christian Fröden, sem stýrir þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar mansalsmál, að hjónin hafi hagnast mjög á öðru fólki.

Per Nichols, saksóknari, vildi ekki segja hvaða hlutverki lögreglumaðurinn og eiginkona hans hefðu gegnt í rekstrinum og sagði að yfirheyrslur muni vonandi leiða það í ljós. Að lokum muni það vonandi leiða til að ákæra verði gefin út.

Dómsskjöl, sem Aftonbladet hefur undir höndum, sýna að hjónin hafi hagnast vel á rekstrinum eða um sem svarar til rúmlega 20 milljóna íslenskra króna. Þetta er byggt á áætlunum á grunni gagna sem lögreglan fann í vændishúsinu.

Hjónin voru úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld