Sven Goran Eriksson fyrrum þjálfari enska landsliðsins var í léttu spjalli á Sky Sports í gær við Jamie Carragher og fleiri.
Eriksson gerði ágætis hluti með enska landsliðið en hann er sjötugur í dag en er í fullu fjöri.
Þessi sænski knattspyrnuþjálfari var spurður að því hvaða knattspyrnumann hann tæki með sér á eyðieyju.
,,Vá, ef ég þarf að taka eina persónu með verður það að vera knattspyrnuleikmaður? Verður það að vera karlmaður?,“ sagði Eriksson og glotti.
Carragher og þeir sem ræddu við hann sprungu úr hlátri. „Þarna Sven,“ öskraði Carragher við þessu perralega svari Eriksson.
Þetta kostulega atvik má sjá hér að neðan.
🗣“Does it have to be a footballer, a man?“ 🤣@Carra23 🗣“Go on Sven“ 😭
Sven-Göran Eriksson on who he would take to isolation island! 🏝#SkyFootballShow pic.twitter.com/sbwbRgoCxM
— Football Daily (@footballdaily) May 14, 2020