fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Píratar þurfa að fórna miklu til að ríkisstjórnin verði mynduð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. nóvember 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Píratar virðast hreinlega þurfa að fórna allri sinni ásýnd til að komast í ríkisstjórn. Ekki bara munu þeir setjast í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings minnihluta kjósenda, en meirihluta þingmanna – þvert á fögur fyrirheit – heldur þurfa þeir einnig að fórna sinni grunnstefnu um beint lýðræði og loforðum um aðkomu almennings að ákvörðunum sem koma honum við. Reynslumikla þingmenn hlýtur að hrylla við tilhugsuninni um að tvær ríkisstjórnir í röð verði sprengdnar í netkosningum.”

Þetta segir Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Í frétt í blaðinu í dag kemur jafnframt fram að framhald stjórnarmyndunarviðræðnanna sem nú standa yfir skýrist á mánudaginn.
Kristín segir að auðveldast verði fyrir Framsóknarflokkinn og Vinstri græn að ná saman í viðræðunum því hvorugur flokkurinn sé með kröfur um breytta stefnu í myntmálum né vilji ganga í Evrópusambandið. Þá vilji báðir flokkarnir
standa vörð um óbreytt landbúnaðarkerfi.

Samfylkingin þurfi hins vegar að gefa eftir stór stefnumál sín til að hægt sé að mynda stjórnina:
Samfylkingin mun þurfa að leggja niður vopn þegjandi og hljóðalaust í Evrópumálum. Krónan verður þess utan fest í sessi sem gjaldmiðill þjóðarinnar á komandi kjörtímabili. Stjórnarþátttaka getur beinlínis reynst flokknum hættuleg nú eftir að hann virðist á góðri leið með að rétta sig af eftir afhroðið fyrir ári.

Kristín bendir á að vinstri stjórnin sem er í kortunum geti á von á mjög harðri stjórnarandstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn, ofan í það að vera með naumasta mögulega meirihluta. Ekki bara stjórnarsamstarfið heldur framtíð sjálfra flokkanna sé í veði.

Enginn af flokkunum fjórum þurfi hins vegar að fórna eins miklu og Píratar – hvorki meira né minna en allri sinni ásýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum