fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Það kostar svona mikið að ferðast á Íslandi í sumar – Er þetta lægsta verðið?

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hafa umræður um ferðasumarið verið áberandi í þjóðfélaginu, enda er sterklega búist við því að Íslendingar muni ferðast meira innlendis en vanalega.

Eflaust eru margir að hugsa um það hvernig sé ódýrast að ferðast, og mögulega er komið gott svar við þeirri spurningu.

Í Facebook-hópnum Landið mitt Ísland hefur mikið af slíkum umræðum farið fram, auk þess sem fyrirtæki hafa auglýst þjónustu sína. Í nýlegri færslu í hópnum greinir kona frá ferðalagi sem hún hefur skipulagt. Þar kemur fram að fimm daga ferð hringinn í kringum landið fyrir tvo kosti 46500 krónur, en henni finnst það mjög gott verð.

„Allt uppábúin rúm og morgunmatur innifalinn einn morgun. Mér finnst þetta mjög sanngjarnt og get alls ekki tekið undir okur og leiðindaumræðu. Hlakka mikið til að ferðast um fallega landið okkar í sumar.“

Umrætt ferðalag mun fara fram í júní, en gistingin verður á nokkrum stöðum víðs vegar um landið. Stormur cottages við Egilsstaði, Hótel Hamar við Breiðdalsvík, Dynjandi gistiheimili við Höfn og seinast en ekki síst Vík cottages.

Færslan hefur vakið mikla athygli, en fjöldi fólks hefur tjáð sig í ummælakerfi hennar. Þar segir fólk að þetta verð sé talsvert lægra en það hafði grunað, en einn heldur því fram að um sé að ræða um það bil 10 ára gamalt verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“