fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ung kona gekk til liðs við ISIS eftir að hafa upplifað rasisma heima fyrir

Tania Georgelas upplifði fordóma í Bretlandi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tania Georgelas, 33 ára kona, segist hafa gengið í raðir ISIS-hryðjuverkasamtakanna eftir að hafa orðið fyrir rasisma í heimalandi sínu, Bretlandi. Georgelas giftist bandarískum liðsmanni samtakanna, John Georgelas, árið 2004 og eignaðist með honum fjögur börn.

Tania ræddi þetta og fleira til í viðtali við The Atlantic á dögunum. Tania ólst upp í Harrow í Lundúnum en hún er af bangladessku bergi brotin. Hún segir í viðtalinu að á hennar yngri árum hafi hún ítrekað upplifað fordóma vegna uppruna síns og það hafi orðið til þess að hún varð höll undir málstað þeirra sem finna Vesturlöndum og íbúum þeirra allt til forráttu, samtökum eins og ISIS.

„Ég varð ítrekað fyrir rasisma og ég leitaði að leið til að hefna mín. Ég vildi fá virðinguna mína aftur,“ segir hún.

Eftir að hafa kynnst Georgleas flutti hún til Bandaríkjanna og síðan til Sýrlands, eða árið 2013. Fyrst um sinn bjuggu þau í Bandaríkjunum, sem fyrr segir, þar sem Georgelas fékk meðal annars fangelsisdóm fyrir að veita vefsíðum með tengsl við ISIS tæknilega aðstoð.

Hana dreymdi um að eignast sjö börn með eiginmanni sínum og segir hún að markmiðið hafi verið að þau myndu feta í fótspor föður síns, verða bardagamenn innan ISIS og hjálpa samtökunum að ná völdum í heiminum öllum.

Tania og eiginmaður hennar komu sér fyrir í yfirgefnu glæsihúsi í bænum A‘zaz. Það er skemmst frá því að segja að Töniu líkaði vistin í Sýrlandi illa og nokkrum mánuðum eftir komuna þangað yfirgaf hún Sýrland ásamt börnum þeirra hjóna og fór til Tyrklands. Þaðan komst hún til Bandaríkjanna þar sem hún sótti um skilnað frá eiginmanni sínum. Georgelas er aftur á móti talinn vera enn í Sýrlandi þar sem hann er valdamesti Bandaríkjamaður samtakanna.

Tania er nú gift á nýjan leik og segist hún hafa snúið baki við fyrra líferni.

Hér að neðan má sjá brot úr viðtali The Atlantic við Töniu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni