fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Katrín hafnaði fálkaorðunni

Eyjan
Föstudaginn 8. maí 2020 13:50

Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ein margra stjórnmálamanna sem veita hefur átt fálkaorðuna. Katrín hafnaði hins vegar orðunni að sögn aðstoðarmanns hennar, en að öðru leyti kýs hún að tjá sig ekki um málið. Eru því ástæður þess að hún hafnaði orðunni ókunnar.

Þetta kemur fram í pistli Björns Jóns Bragasonar í helgarblaði DV en Björn skrifar dálkinn „Á þingpöllum“. Pistill vikunnar er fróðleg samantekt um fálkaorðuna og sögu hennar.

Þar kemur fram að Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, var boðin orðan í þrígang en hún hafnaði henni ávallt á þeim forsendum að um væri að ræða tildur sem hún kærði sig ekki um. Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti mun hafa sótt það fast að Jóhanna þægi orðuna en án árangurs.

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mun hafa hafnað orðunni á þeim forsendum að hann væri bara að vinna vinnuna sína og það væri ekki ástæða til að verðlauna það sérstaklega.

Í grein Björns segir:

„Frá því að Steingrímur lét af embætti 1991 hafa þessir forsætisráðherrar hlotið stórkrossinn: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Aftur á móti hefur Jóhönnu Sigurðardóttur, Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur ekki verið veitt orðan, en Katrín Jakobsdóttir hafnaði að taka við stórkrossinum að sögn aðstoðarmanns hennar en að öðru leyti kýs Katrín að tjá sig ekki um málið. Aðstoðarmenn Bjarna Benediktssonar höfðu ekki svarað fyrirspurnum um þetta efni þegar blaðið fór í prentun.“

DV býður enn svara við fyrirspurn um hvort Bjarna hafi verið veitt orðan og hefur fyrirspurninni verið fylgt eftir.

Þess má geta að þegar Guðni Th. Jóhannesson var gestur Almannavarnanefndar á upplýsingafundi fyrir skömmu spuði ritstjóri Viljans hann hvort til stæði að þríeykið góðkunna fengi orðuna. Var fátt um svör hjá Guðna.

Björn segir í pistli sínum:

„Enginn algildur mælikvarði er til um þann skerf sem borgararnir leggja til samfélagsins og orðuveiting hlýtur því alltaf að byggjast á huglægu mati. Fróðlegt verður að sjá hverja forseti kýs að krossa 17. júní næstkomandi. Ekki kæmi á óvart að hann hefði í huga einhverja sem staðið hafa í ströngu „í vinnunni“ undanfarið í farsóttinni. Um leið getur orðið skemmtilegur samkvæmisleikur að velta því fyrir sér hverjir hafi á sama tíma mögulega hafnað orðunni.“

Grein  Björns í Fálkaorðuna er í helgarblaði DV

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum