fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Þakklátasti upplýsingafundurinn til þessa – „Áfram Ísland“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. maí 2020 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðu fréttirnar halda áfram að koma frá þríeykinu okkar, Víði Reynissyni, Þórólfi Guðnasyni og Ölmu D. Möller, á upplýsingafundi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra í dag. Enginn greindist á síðasta sólarhring, enginn er í öndunarvél og enginn á gjörgæslu. Fyrsta áfanga í að afnema samkomubann var náð í dag og snerist upplýsingafundurinn því um þakklæti þar sem öllum og ömmum þeirra var þakkað fyrir þeirra framlag til baráttunnar við faraldur Covid-19 á Íslandi.

„Ábyrgð hvers og eins, samhæfing og samvinna eru lykilorð þegar kemur að verkefnum almannavarna. Allt frá 2005 hefur verið unnið að undirbúningi þess að nýr heimsfaraldur skelli á,“ segir Víðir Reynisson. „Almannavarnir erum við öll. Öll berum við ábyrgð og öll verðum við að vera viðbúin. Ekki hafa allir haft þann skilning en þegar á reynir þá stöndum við saman, förum saman í verkefnin og saman leysum við úr þeim.“

Núna sé mikilvægt að þakka fyrir sig, draga djúpt andan og undirbúa sig fyrir næstu átök. Hér má lesa þakkir þríeykisins og þó svo þau skipti þökkunum á milli sín, þá eru þær sameiginlegar frá þeim öllum.

Þakkir Víðis

Ég vil þakka mínum yfirmönnum, Kjartani Þorkelssyni, sem var ríkislögreglustjóri við upphaf þessa verkefni í byrjun þessa árs og núna Sigríði Björk, Ríkislögreglustjóra, fyrir að treysta mér fyrir þessu verkefni. Ég vil þakka dómsmálaráðherra, sem er ráðherra almannavarna, fyrir gott samstarf hingað til. Lögreglustjórum og aðgerðarstjórnum þeirra vil ég senda góðar þakkir fyrir gott samstarf, mikilvægan stuðning og vel útfærðar lausnir á flóknum verkefnum út um allt land. Ég vil líka þakka stjórnmálamönnum fyrir að treysta í þessari vá, eins og áður, ráðum vísindamanna, treysta okkur og okkar samstarfsfólki, gefa okkur tækifæri til að leiða viðbragðsþátt verkefnisins, slíkt er ekki sjálfgefið þegar um þjóðarvá eins og núna er að ræða. 

Ég vil sérstaklega þakka starfsmönnum neyðarlínunnar 112, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og öðrum viðbragðsaðilum fyrir þeirra framlag síðustu vikurnar. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins eiga miklar þakkir skilið fyrir að standa vaktina til dæmis í sóttvarnarhúsunum og í hjálparsímanum 1717. Ég vil líka þakka starfsfólki félagsþjónustunnar fyrir þeirra mikilvæga framlag á þessu erfiðu tímum, mikið reynt á þann hóp. 

Ég vil senda sérstakar og góðar kveðjur til lögreglumanna og þakkir til þeirra sem núna eins og svo marga aðra tíma, eins og svo margir aðrir framlínustarfsmenn, hafa staðið vaktina í mikilli óvissu. Þeir hafa leiðbeint, þeir hafa aðstoðað svo marga um framkvæmd samkomubanns og annara takmarkanna, að eftir því hefur verið tekið. Þeir hafa farið í fjölda útkalla ekki vitandi hvað biði þeirra og síðan þurft að sæta sóttkví ef grunur um smit kemur upp. 

Ég vil þakka starfsmönnum allra þeirra ráðuneyta og stofnana sem lagt hafa samhæfingarstöð almannavarna til starfsfólk í þau margvíslegu verkefni sem þar eru unnin oft í mjög krefjandi og erfiðum aðstæðum. 

Þá vil ég senda mína bestu kveðjur til samstarfsfólk míns hjá ríkislögreglustjóra og þar fær starfsfólk almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra sérstakar kveðjur. Bæði þau sem hafa verið þarna lengi og þið sem voruð kölluð inn í þetta verkefni. Takk fyrir allt saman og án ykkar hefðum við ekki getað þetta.“

Þakkir Þórólfs

Ég vil líka þakka, þó það hafi kannski ekki verið mitt hlutverk upp að þessu að þakka þá held ég að það sé nauðsyn á þessum tímapunkti að þakka. Og ég vil sérstaklega þakka almenningi fyrir að hafa fylgt svona vel öllum opinberum ráðleggingum og vona svo sannarlega að almenningur haldi því áfram. Ég vil þakka samstarfsmönnum mínum á sviði sóttvarna, sóttvarnarlæknis, sérstaklega góð vinnubrögð. Þetta er svona fólk sem vinnur á bak við og enginn veit nákvæmlega  hvað er að gera en leggur dag við nótt og hefur gert fram að þessu. 

Ég vil þakka umdæmislæknum sóttvarnar og heilsugæslunni fyrir góð og fumlaus vinnubrögð, rakningarteymi samhæfingarstöðvarinnar sem er einstakt fyrirbæri og það á eftir að gera vinnu þeirra betur upp og ég held að það eigi eftir að hafa þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið hvernig þar var unnið. Ég vil þakka farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans fyrir mjög góð viðbrögð og góða vinnu. Veirufræðideild Landspítalans, Íslenskri erfðagreiningu og Kára Stefánssyni fyrir frábæra vinnu við greiningar og skimun fyrir sjúkdóminum. Síðan vil ég þakka stjórnvöldum, ríkisstjórninni og sérstaklega mínum ráðherra, heilbrigðisráðherra, fyrir mjög góða samvinnu fram að þessu.

Þakkir Ölmu 

Ég vil byrja a að þakka sérstaklega mínum yfirmanni, heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttir, fyrir frábært starf, samstarf og stuðning og einnig ráðuneytisstjóra og starfsfólki ráðuneytisins. 

Ég vil þakka sóttvarnarlækni sem að hefur sýnt mikla yfirvegun og staðfestu og fyrrum sóttvarnarlækni fyrir undirbúning og framsýni. Ég vil þakka Víði líka fyrir frábært samstarf og Kjartani Hreini Njálssyni sem ber starfsheitið aðstoðarmaður Landlæknis en hann hefur aðstoðað okkur öll auk þess að sinna fjölda annara verkefna. 

Nú síðan er það aðalfólkið, starfsfólk heilbrigðiskerfisins alls, framlínufólk, allt annað starfsfólk, bakverðir, forstjórar heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa og ég er mjög stolt af starfi þeirra allra. Ég vil þakka formönnum þeirra fagfélaga sem fóru af stað með okkur með bakvarðarsveitina. Þar voru fyrst sjúkraliðar, læknar og hjúkrunarfræðingar og síðan bættust margar fleiri starfsstéttir við. 

Ég vil þakka sérstaklega okkar frábæra starfsfólki hjá embætti landlæknis og vil líka nefna forstjóra og starfsmenn hjá Sjúkratryggingum Íslands, hjá Lyfjastofnun, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, og allra fyrirtækjanna sem komu að hönnun appsins, og líka samstarfsfólki við Háskóla Íslands. Ég vil þakka ykkur sem hér eruð , fjölmiðlafólki og fjölmiðlum fyrir að miðla upplýsingum og svo eiga náttúrulega fjölskyldur okkar þriggja þakkir skildar fyrir þolinmæði og stuðning og allir þeir sem hafa sent okkur kveðjur, við höfum fengið sendan mat, teikningar og fleira og það hefur verið gaman að heyra um öll blessuðu dýrin sem hafa verið skírð í höfuðið á okkur. 

Þríeykið minnir þó á að sigur er ekki unnin í þessari baráttu og tveggja metra reglan gildir enn. Saman erum við Almannavarnir og Alma sagði að lokum „Áfram Ísland“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“