fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Engin Skömm að sýningu Verzló

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Valdimars formaður Listafélags Verzló, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dominique Gyða Sigrúnardóttir leikstjóri og handritshöfundur.

Listafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýnir í kvöld leikritið Skömm.

Leikritið dregur innblástur sinn frá norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, en er á engan hátt nákvæmlega eins og þættirnir. Dominique Gyða Sigrúnardóttir semur handrit og leikstýrir, Daði Freyr Pétursson sér um tónlistarstjórn og Kjartan Darri Kjartansson um ljósahönnun.

Leikritið fjallar um þetta tímabil sem við þekkjum öll svo vel, unglingsárin þegar við mótumst frá barni yfir í fullorðinn einstakling og þau vandamál sem koma upp á þeim árum, ásamt því góða sem gerist. Vinátta og vandræði, stríðni, afskipt ungmenni, uppteknir foreldrar, ást og hrifning, gagnkvæm ást og höfnun, kynlíf og getnaðarvarnir, áfengi, leyndarmál, snjallsímar, tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþættir er bara hluti af því sem boðið er upp á á kvöldstund í Verzló.

Forsýning var haldin 1. nóvember síðastliðinn og góðum gestum boðið. Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég steig aftur á marmarann í Verzló eftir tæplega 30 ára fjarveru, en barnsfaðir minn og vinkonur voru í Verzló á sínum tíma og ég því oft daglegur gestur þar, auk þess sem ég sá þá nokkrar sýningar skólans.
Það er skömm að segja frá því að segja að ég hef ekki enn þá séð norsku þættina SKAM og því get ég ekki sagt til um hvort að leikritið sækir fleira í þá en innblásturinn að leikritinu. En það er hins vegar engin skömm að sýningu Verzló, heldur er um að ræða afskaplega skemmtilega og vel heppnaða sýningu. Leikararnir tíu eru góður hópur og fá þau öll sinn tíma í sviðsljósinu þó að mis mikill sé. Er alveg ljóst að einhver þeirra munu eiga góða spretti í leikhúsum borgarinnar ef þau velja sér leiklistina sem ævistarf. Að öðrum ólöstuðum þá standa þeir Kristófer Baldur Sverrisson, sem nýneminn Breki, og Tómas Arnar Þorláksson, sem eldri neminn og töffari skólans, Eysteinn, upp úr. Ella María Georgsdóttir, sem Kata, og Pétur Már Sigurðsson, sem Darri, eru líka einstaklega skemmtileg, en þau eru bestu vinir og gera allt saman sem kærustupör gera, en eru ekki kærustupar.

„Ef maður gæti gefið sjálfum sér góð ráð, þá þyrfti maður enga vini“ er setning sem kemur fram í upphafi sýningarinnar og það er tilvalið að hóa í einn góðan vin, eða fleiri, og eiga góða kvöldstund í Verzló á SKÖMM.

Máni aðstoðarleikstjóri, Selma Kristín markaðsstjóri Listafélags Verzló, Guðni Th., Antoníus Freyr nefndarmeðlimur Listafélags Verzló og Ása Valdimars formaður Listafélags Verzló.
Bára Jónsdóttir og Áróra Gunnarsdóttir.
Birta Karen og Patrekur Jaime.
Anna Lára Orlowska Ungfrú Ísland árið 2016 og Áttan.
Ingólfur Grétarsson og Starkaður Pétursson.
Andrea Fanney Harðardóttir, Tinna Freysdóttir og Aníta Estíva Harðardóttir
Kolbrún Ýr Árnadóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Guðni Th., Ingi Ólafsson skólastjóri Verzlunarskólans og Guðrún Inga Sívertsen verkefnastjóri stefnumótunar hjá Verzlunarskólanum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.