fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Telja að COVID-19 geti valdið alvarlegum blóðtöppum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt og heilsuhraust fólk á fertugs og fimmtugsaldri getur fengið alvarlega blóðtappa ef það er smitað af COVID-19 veirunni. Þetta segja nokkrir læknar í New York. Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá mörgum sjúklingum, yngri en 50 ára, sem hafa fengið alvarlega blóðtappa. Rannsóknir á þeim leiddu í ljós að þeir voru smitaðir af COVID-19.

Í umfjöllun CNN og Washington Post kemur fram að fólkið hafi verið með væg einkenni sjúkdómsins og hafi ekki verið með neina undirliggjandi sjúkdóma eða verið í áhættuhópi af öðrum ástæðum.

Læknar hjá Mount Sinai Health System í New York telja sig hafa fundið sannanir fyrir að COVID-19 valdi því að blóðið storknar á óvenulegan hátt og það geti leitt til blóðtappa og heilablóðfalla hjá sjúklingum sem hafa aldrei áður fengið slíkt.

„Það er eins og veiran geti valdið aukinni storknun í stóru æðunum sem veldur síðan alvarlegum blóðtöppum.“

Sagði taugaskurðlæknirinn Thomas Oxley í samtali við CNN. Hann sagði að skýrslur hans og starfsbræðra hans sýni að á síðustu tveimur vikum hafi þeir glímt við sjö sinnum fleiri tilfelli blóðtappa hjá fólki yngra en 50 ára en áður en faraldurinn gaus upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér