fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Greiðslan stóra sem KSÍ er að fá átti alltaf að koma

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 08:59

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kom í gær að UEFA muni leggja til fjármuni í öll aðildarsambönd sína. Hvert samband fær 4,3 milljónir evra eða 686,4 milljónir króna.

Um er að ræða fjármuni sem koma í ár og á næsta ári, um er að ræða HatTrick styrktarkerfi sem UEFA notar á hverju ári.

Eina breytingin sem á sér stað í ár er að þessi fjárhæð er ekki eyrnamerkt að fara beint inn í rekstu eða önnur verkefni sem UEFA ákveður. Heldur getur KSÍ og öll önnur sambönd ráðstafað sínum tekjum eins og þau vilja vegna kórónuveirunnar.

Greiðslan kemur fyrr en áður vegna kórónuveirunnar en á hverju ári hefur KSÍ gert ráð fyrir þessum tekjum í rekstu rekstur sinn og er búið að eyrnamerkja hvert þessir fjármunir fara.

Þetta er sama leið og FIFA fór í síðustu viku, þessir risar eru að greiða upphæðirnar fyrr en áður til að létta undir á erfiðum tímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga