fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Japanskur borgarstjóri hneykslar með ummælum sínum um COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 18:00

Japanski fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ichiro Matsui, borgarstjóri í Osaka, sem er þriðja stærsta borg Japan, hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir ummæli sem hann lét falla í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Á fréttamannafundi sagði hann að snjallt væri ef fólk verslaði aðeins í matinn annan eða þriðja hvern dag og best væri ef karlar færu í verslanir og keyptu inn. Þeir væru betur til þess fallnir en konur.

CNN skýrir frá þessu. Matsui sagði að það tæki konur lengri tíma að versla því þær velti fleiri vörum fyrir sér og það taki þær langan tíma að ákveða sig. Karlar einbeiti sér hins vegar að því að kaupa þær vörur sem þeim hefur verið sagt að kaupa. Þeir komist þannig hjá ónauðsynlegum snertingum og nánd við annað fólk.

Þessi ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu japönsku ríkisstjórnarinnar um að bæta jafnrétti kynjanna.

Japanskt samfélag er karlasamfélag þar sem konur eiga mjög á brattann að sækja. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forums yfir jafnrétti kynjanna er Japan í 110. sæti af 149. Landið stendur sig einnig verst af G7-ríkjunum svokölluðu hvað varðar jafnrétti kynjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?