fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Afnema dauðarefsingar yfir ungmennum í Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:50

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að afnema dauðarefsingar yfir ólögráða börnum og ungmennum sem hafa gerst brotleg við lög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mannréttindaráði landsins og er vísað til ákvörðunar Salman konungs um þetta.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þeir, sem hlutu dauðadóm fyrir afbrot sem þeir frömdu þegar þeir voru ólögráða og hafa beðið aftöku, muni ekki verða teknir af lífi. Dómum þeirra verður breytt í fangelsisdóma sem verða að hámarki 10 ár. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvenær þetta tekur gildi.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan tilkynnt að hýðingar hefðu verið afnumdar sem refsing. Nú verður fólk sektað eða dæmt í fangelsi fyrir brot sem áður var refsað fyrir með hýðingum.

Samkvæmt skýrsu Amnesty International voru 184, 178 karlar og 6 konur, teknir af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran