fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Bill Gates ætlar að framleiða milljarða skammta af bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:59

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Versta martröð mín er orðin að veruleika.“ Segir Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, og er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann lýsir áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins.

Það er ekkert leyndarmál að mannúðarsamtök Gateshjónanna, Bill & Melinda Gates Foundation, vinna að því að þróa bóluefni gegn veirunni. Í samtali við The Times sagði Gates að hann hyggist reisa nokkrar verksmiðjur sem geta framleitt milljarða skammta af bóluefni og það áður en það hefur verið samþykkt til notkunar.

Gates hefur í hyggju að láta reisa fjórar eða fimm verksmiðjur fyrir þessa framleiðslu þrátt fyrir að líklegast verði aðeins þörf fyrir eina eða tvær þegar upp verður staðið. Með þessu sparast dýrmætur tími sagði hann við The Times.

Hann hefur mikla trú á bóluefni sem vísindamenn við Oxfordháskóla eru nú að þróa en tilraunir með það eru hafnar á mönnum.

„Ef niðurstöðurnar lofa góðu munum við byrja fjöldaframleiðslu.“

Sagði Gates sem sagði í viðtali við The Times í febrúar á síðasta ári að yfirvofandi heimsfaraldur væri það eina sem gæti haldið vöku fyrir honum.

„Það eru hundrað ár síðan síðasti alheimsfaraldur inflúensu reið yfir. Fólk ferðast meira í dag sem eykur smithraðann.“

Sagði hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála