fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Bandaríkjaþing samþykkir 484 milljarða dollara hjálparpakka vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. apríl 2020 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjaþing hefur samþykkt að veita 484 milljörðum dollara til ýmissa ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er fjórði hjálparpakkinn sem þingið samþykkir. Þessum er meðal annars beint að minni fyrirtækjum og sjúkrahúsum.

Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í gær og þau hafa því tekið gildi.

Þingmenn komu saman í fyrsta sinn í nokkrar vikur til að greiða atkvæði um frumvarpið en þingið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti vegna COVID-19 faraldursins. Strangar reglur  höfðu verið settar um að þingmennirnir ættu að halda góðri fjarlægð sín á milli í þinghúsinu og því tók atkvæðagreiðslan langan tíma.

Þingið hefur nú samþykkt að veita 3.000 milljörðum dollara í margvíslega aðstoð vegna faraldursins. Aldrei áður hefur þingið samþykkt svo mikil útgjöld vegna áfalla sem riðið hafa yfir.

Áður en hjálparpakkinn var samþykktur samþykkti fulltrúadeildin að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem á að fylgjast með aðgerðum yfirvalda vegna faraldursins. Nefndin getur rannsakað hvernig peningum frá alríkisstjórninni verður varið, hvort yfirvöld séu reiðubúin fyrir það sem þarf að gera og hvernig ríkisstjórn Trump stendur undir ábyrgðinni sem á henni hvílir. Repúblikanar eru ekki sáttir við þetta og segja þetta óþarfa tilraun til að reyna að sverta Trump á kosningaári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann