fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ein af hverjum tíu þolendum heimilisofbeldis tekin kyrkingartaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíu ára tímabili leituðu tæplega 1.500 konur til Landspítalans með áverka vegna heimilisofbeldis. Tæplega tíu prósent höfðu verið teknar kyrkingartaki af maka sínum, núverandi eða fyrrverandi, eða barnsföður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í nýja rannsókn Drífu Jónasdóttur doktorsnema við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin út frá gögnum frá Landspítalnum. Samkvæmt þeim komu 1.454 konur á spítalanna frá 2005-2014 vegna ofbeldis sem þær höfðu orðið fyrir frá maka sínum.

Tæplega 93 prósent kvennanna leituðu á bráðamóttöku og voru 3 prósent þeirra lagðar inn.

„Þetta er mikill fjöldi kvenna en þetta eru samt bara konurnar sem segja beint frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi.“

Er haft eftir Drífu.

Sjónum var beint að líkamlegum áverkum í rannsókninni og hefur Fréttablaðið eftir Drífu að stærstur hluti áverkanna hafi verið yfirborðsáverkar.

„Konurnar koma með áverka á spítalann meðal annars vegna þess að þær hafa verið kýldar, slegnar, sparkað hefur verið í þær, þeim hrint, þær teknar kyrkingartaki og dregnar um á hárinu. Tegundir áverka eru til dæmis yfirborðsáverkar, tognanir, sár og beinbrot.“

Er haft eftir henni og að flestir áverkarnir hafi verið á höfði, hálsi og andliti og handleggjum kvennanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“