fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Amma litla drengsins sem varð fyrir árásinni tjáir sig: Drengurinn upplifir hvað eftir annað þegar bílhurðin er rifin upp og hann fær högg í andlitið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 23:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir voru bara þarna á götunni og sá sem réðist að henni í einhverju annarlegu ástandi og hún sá að hverju stefndi og læsti bílnum en þá var hann búin að opna dyrnar hjá barninu. Gerist allt svo hratt,“ segir amma barnsins sem varð fyrir óhugnanlegri árás á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegs um sex-leytið í gærdag, í stuttu spjalli við DV.

Sagt var frá árásinni í frétt á dv.is í morgun. Þar segir frá tveimur mönnum sem sagðir eru hafa reynt að ryðjast inn í bíl sem var kyrrstæður á götuljósum. Annar mannanna mun hafa farið inn í bílinn og kýlt ungt barn sem þar var í andlitið.

Einnig hefur komið fram í fréttum í dag að mennirnir voru báðir í vímu. Voru þeir látnir lausir að lokinni yfirheyrslum en eiga yfir höfðu sér alvarlegar ákærur.

Aðeins annar mannanna beitti ofbeldi

Að sögn ömmu litla drengsins var aðeins annar mannanna sem beitti ofbeldi og reyndi að komast inn í bílinn. „Hinn gerði ekki neitt,“ segir hún. Dóttir hennar hafði aldrei séð þessa menn fyrr. Amman, sem er á sextugsaldri, vill ekki koma fram undir nafni og dóttir hennar, sem að sögn móður hennar er enn í miklu áfalli vegna málsins, hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. „Það er ömurlegt að vita að svona geti gerst,“ segir hún jafnframt við við DV.

Bæði amma og móðir drengsins hafa tjáð sig um málið á Facebook og hafa gefið dv.is leyfi til að endurbirta þau skrif nafnlaus. Amman segir:

Hvernig er þetta þjóðfélag orðið??
Í gærkvöldi um kl: 18:00 gerðist hræðilegur atburður við ljósin á horni Laugavegs og Snorrabrautar þar sem 4 ára dóttursonur minn var kýldur í andlitið. Við fjölskyldan erum öll í sjokki og þessi litli saklausi drengur upplifir hvað eftir annað þegar hurðin á bílnum er rifin upp og hann hrópar: nei nei nei og fær bara högg í andlitið. Mamman hrópar á þennan óþverra að láta litla barnið sitt vera. Hann sagði henni að fokka sér og hún brunaði af stað yfir ljósin til að losna við hann og stoppar svo til að athuga með grátandi alblóðuga barnið sitt.

Sá alblóðugt andlit sonar síns í baksýnisspeglinum

Móðir drengsins skrifaði eftirfarandi um atburðinn:

Nú sit ég uppá slysó med 4 ára gamla drenginn minn og bíð eftir að komast inn til fá áverkavottorð. Við fengum svona fallega barnabiðstofu því ég er ekki að fá vottorðið heldur barnið mitt. Af hverju? Jú…

Við vorum að skjótast saman út í búð eftir kartöflum og rúgbrauði. Svo erum við stopp a rauðu ljósi og vissum ekki af okkur fyrr en fullur og viðbjóðslegur karlmaður yfir 30 rífur í hurðarnar hjá okkur báðum. [Sonur minn] sat í stólnum sínum beint fyrir aftan mig. Allt gerðist rosalega hratt og óþarfi að fara út í smáatriði en maðurinn treður sér inn hjá [drengnum], ég heyri barnið mitt segja: nei nei nei og svo öskrar hann skaðræðisöskri og ég negli af stað og sé barnið mitt alblóðugt í framan í baksýnisspeglinum. Ég hef aldrei verið jafn hrædd og reið og svo vanmáttug. Þarna vissi ég ekkert hvað helvítið gerði við barnið. Ég stoppaði bílinn og fer til barnsins sem hágrætur aftur í og kemst að því að þessi aumingi kýldi barnið mitt! Litla fjögurra ára gamla barnið mitt! Hvað er að?

Lögreglan aðstoðaði okkur og fleira gott fólk. Lögreglan náði honum. Nú situr hann í klefa á Hverfisgötunni á meðan sonur minn reynir að jafna sig og spilar spil við pabba sinn á biðstofunni og veltir þessu mikið fyrir sér. Við foreldrarnir þekkjum hann og sjáum að hann er virkilega hræddur. Ímyndið ykkur að vera 4 ára og verða fyrir svona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd