fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
FókusKynning

Fotia.is: Vandaðar snyrtivörur á hagstæðu verði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um þremuri opnaði Sigríður Elfa Elídóttir netverslunina Fotia.is sem selur snyrtivörur. Sigríður var þá í námi í rekstrarverkfræði. Þessi aukavinna með námi vatt hins vegar hratt upp á sig því verslunin sló í gegn og við fyrirtækið starfa nú níu manns auk Sigríðar og unnusta hennar. Fotia.is býður upp á fjölbreyttar snyrtivörur þar sem saman fara gæði og hagstætt verð. Flestar vörurnar koma frá Bandaríkjunum en einnig eru einhverjar framleiddar í Bretlandi.

„Við leggjum áherslu á vandaðar snyrtivörur á hagstæðu verði og að verð sé svipað og erlendis. Þetta eru töluvert miklar gæðavörur og margar vörurnar eru umhverfisvænar og vegan-vörur, í bland við annað. Við kappkostum að halda álagningu í hófi því ég vil hafa álagningu lága,“ segir Sigríður.

Vörumerkin eru um 15, úrvalið spannar alhliða snyrtivörur en í augnablikinu eru tvö bandarísk húðvörumerki vinsælust: Mario Badescu og First Aid Beauty. Þó að konur séu í meirihluta meðal viðskiptavina Fotia.is segir Sigríður að karlar kaupi töluvert af húðvörunum.

Auk netverslunarinnar rekur fyrirtækið hefðbundna verslun í Skeifunni 19, Reykjavík. Hún er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 17. Mikið er að gera í versluninni í Skeifunni og segir Sigríður að viðskiptavinir taki þeim möguleika fagnandi að geta mætt á staðinn, prófað vörurnar og fengið ráðgjöf.

Sem fyrr segir eru Sigríður og unnusti hennar með samtals níu manns í vinnu, þar af eru þrír í fullu starfi en aðrir í hlutastarfi. „Starfsfólkið stendur vaktina í versluninni í Skeifunni auk þess að afgreiða allar pantanir í vefversluninni,“ segir Sigríður.

Fotia.is er sístækkandi fyrirtæki og ljóst er að þessi verslun höfðar mjög til fólks sem hefur áhuga á snyrtivörum og húðvörum. Gott er að kynna sér úrvalið á vefsvæðinu Fotia.is en Fotia.is er einnig á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7