fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Jakob, Frosti, Sigmundur og Ingó sagðir „fánaberar feðraveldisins“: Fyrrverandi þingkona segja femínista ganga of langt

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 27. nóvember 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ólafsdóttir, eða Beta rokk, birti á dögunum mynd þar sem búið er að klippa saman myndir af mönnum, svo sem Ragnari Önundarsyni, Frosta Logasyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ingó veðurguð, svo nokkrir séu nefndir. Þessa menn kallar hún „fánabera feðraveldisins“ en myndin á rætur að rekja til femínísku Facebook-síðunnar KÞBAVD.

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er meðal fánabera á myndinni og vekur hann athygli á henni á Facebook-síðu sinni. Þar taka nokkrir þeirra til máls sem birtast á myndinni. Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, segir að þeir þurfa að standa saman. „Öflugur hópur, þarf ekki að halda árshátíð feðraveldisins? Við verðum að standa saman, ég er allavega dauðhræddur við þessar baráttukonur,“ skrifar Ingó og segist Jakob styðja það. Því svarar Ingó: „Við erum með öfluga skemmtikrafta, húmorista, hljóðfæraleikara, góða ræðumenn, sálfræðing og best af öllu 2-3 sem gætu tekið reikninginn.“

Útvarpsmanninum Frosta Logasyni er ekki eins skemmt yfir þessari mynd. „Eitt helsta einkenni dogmatískra trúarbragða eru ofsóknirnar gegn trúvillingum. Þeir sem ekki trúa skulu brenndir á bálinu,“ skrifar Frosti og tekur Teitur Atlason, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna, undir með honum.

Jakob Bjarnar tekur líka undir og segir: „Einn vandinn í þessu er meðal annars sú meinloka að þeir sem voga sér að benda á að aðferðirnar séu ekki endilega til fagnaðar, geti hugsanlega gert illt verra, þeir eru þar með sjálfkrafa á móti markmiðinu. Þetta ætti að vera augljós rökvilla. Það er til að mynda þannig að nú er krafa um að karlar komi líka að taka á þessum vanda. Því miður er vandinn illa skilgreindur og þeir karlar sem eiga að koma að því að berjast gegn honum verða einhvern veginn fyrst að kvitta undir ideólógíu og aðferðafræði femínista — sem eru búnir að slá eign sinni á málaflokkinn. Það er náttúrlega bara hrein og klár kúgun sem er svo jú það sem verið er að berjast gegn. Margvíslegar mótsagnirnar í þessu virðast algerlega óyfirstíganlegar.“

Frosti segir síðar í athugasemdum að hann hafi um tíma talið sig femínista en geri það ekki lengur. „Á sínum tíma taldi ég femínismann vera til margra hluta gagnlegur. En því meir sem ég skoðaði málið áttaði ég mig á að það var allt rangt hjá mér. Það var sérstaklega þegar ég fór að hlusta á vel ígrundaða gagnrýni kvenna, fyrrverandi femínista, sem að augu mín opnuðust loksins almennilega fyrir því hverslags alræðishyggja og baneitruð hugmyndafræði þetta er,“ skrifar Logi og bendir á konur, svo sem Janice Fiamengo, Karen Straughan og Christina Hoff Sommers sem dæmi.

Ragnar Önundarson á stutt innlegg í málið og skrifar: „Jakob Bjarnar er flottastur. Minnir á Clint Eastwood“. Ólafur Þ Harðarson stjórnmálafræðingur segir í kímni að Jakob hljóti nú að þola þetta. „Þú þolir áreitið – rétt einsog konur gegnum aldirnar. Vertu bara stoltur af góðum félagsskap – og ekki væla „einsog kellíng““.

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að mynd sem þessi sé ekki uppbyggileg og lýsi frekar hegðun trölla. „Mér finnst þetta vera fullt mikið. Einn er að tala fyrir jafnrétti enn annað er að byrja að haga sér með sama hæti. Væri konur til í að sjá slíku mynd af okkur? Rise above don’t sink below. Ég héld að punktur með þessari hreyfing var til þess að vinna gegn ofbeldi, áreitni og sexism almennt ekki að breytast í Troll sjálf,” skrifar Nichole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnað rán í Vesturbænum

Vopnað rán í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“