Ásdís Olsen varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að einhver tók út ríflega 800.000 krónur af bankareikningi hennar. Færslurnar voru teknar út hjá símafyrirtækinu Nova.
Martröð Ásdísar varði stutt því NOVA lagði mikla vinnu í að leysa málið og þakkaði Ásdís fyrirtækinu fyrir hjálpina. Svikin eru nú upplýst, málið komið í réttan farveg og enginn skaði skeður hjá Ásdísi. Hún segir svo frá:
„Ég fékk s.s. frábæra þjónustu hjá Nova, en þar fór her manna í að rekja kaupin sem gerð voru í netverslun þeirra á minn kostnað. Í ljós kom að einhver óprúttinn aðili fann leið til að nota visanúmerið mitt og keypti allt það dýrasta í boði. Kenningin er að viðkomandi hafi ætlað að selja vörurnar til að fjármagna neyslu en gerði nokkur mistök eins og að fylla á síma og gefa upp netfang.“
Atvikið er orðið að lögreglumáli en því skal haldið til haga að engir öryggisgallar hjá Nova eiga hér hlut að máli.