fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth – Lögreglan segist búa yfir nýjum upplýsingum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 06:57

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október 2018 hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu á Sloraveien 4 í Lørenskog í útjaðri Osló. Í húsinu fundust handskrifaðir miðar með lausnargjaldskröfu. Þá var ekki talið ólíklegt að Anne-Elisabeth hefði verið rænt til að fá lausnargjald greitt en hún og eiginmaður hennar, Tom Hagen, voru í hópi ríkasta fólks landsins.

Anne-Elisabeth hefur ekki fundist og þrátt fyrir að eiginmaður hennar hafi á síðasta ári greitt milljónir til meintra mannræningja hefur ekkert spurst til hennar. Lögreglan hefur um langa hríð unnið út frá þeirri kenningu að Anne-Elisabeth sé látin og að henni hafi verið ráðinn bani strax í upphafi. Lausnargjaldskrafan hafi verið sett fram til að villa um fyrir lögreglunni.

TV2 segir að nú telji lögreglan sig búa yfir nýjum upplýsingum í málinu. Haft er eftir Tommy Brøske, sem stýrir rannsókn málsins, að lögreglan hafi leitað að líki Anne-Elisabeth. Hann vildi ekki segja neitt um árangur þeirrar leitar en sagði að ef lögreglan telji tilefni til muni verða leitað á nýjan leik.

Aðspurður um hvað væri erfiðast í málinu sagði hann að eitt það erfiðasta væri hversu flókið málið sé. Af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að takast á við það á breiðum grundvelli frá upphafi og skipuleggja rannsóknina vel.

Hann sagði lögregluna nú vinna eftir rannsóknaráætlun sem var gerð í upphafi árs. Í henni felist að ljúka eigi ákveðnum atriðum rannsóknarinnar, atriðum sem lögreglan telur að geti haft þýðingu fyrir málið.

Hann sagði að lögreglunni hafi miðað áfram við rannsókn málsins og hafi nálgast þann eða þá sem stóðu að baki hvarfi Anne-Elisabeth.

„Við teljum okkur hafa skýrari mynd af hvað gerðist á Sloraveien 4 og hverjir voru á svæðinu þann 31.10.2018. Vegna rannsóknarhagsmuna get ég ekki farið nánar út í það.“

Um 30 lögreglumenn vinna að rannsókninni um þessar mundir. Rúmlega 400 manns hafa verið yfirheyrðir, sumir oftar en einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum