fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Andstæðingur bólusetninga hneykslar – „Eina leiðin til að smitast af þessari veiru er að henni sé sprautað beint í æð“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 21:00

Tom Barnett. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralinn Tom Barnett er harður andstæðingur bólusetninga og velþekktur í samfélagi þeirra sem eru andsnúnir bólusetningum. Undanfarna daga hefur hann verið enn meira í sviðsljósinu er venjulega eftir að hann birti myndband á Facebook og YouTube þar sem hann segir að fólk geti ekki smitast af veirunni af dropum, sem berast í loftinu, eða með því að snerta yfirborðsfleti sem veiran er á.

Þetta gengur þvert gegn því sem sérfræðingar um alla heim segja.

„Eina leiðin til að smitast af þessari veiru er að henni sé sprautað beint í æð.“

Segir hann í myndbandinu sem fór á mikið flug á netinu að sögn News.com.au. Tæplega 200.000 manns náðu að horfa á það áður en það var fjarlægt af YouTube. Það er hægt að sjá það á vefsíðu News.com.au.

En Barnett lætur ekki duga að segja þetta því hann setur fram ýmsar fullyrðingar og hvatningar til fólks sem ganga algjörlega gegn því sem sérfræðingar ráðleggja. Hann hvetur fólk til að sleppa því að þvo sér um hendurnar og að það þurfi ekki að gæta þess að halda sig fjarri öðru fólki.

Barnett hefur meðal annars fengið stuðning frá hægrisinnuðum samtökum sem heita „Reclaiming Australia“ auk fólks sem hefur efasemdir um 5G símkerfið. Í hópi 5G efasemdafólksins eru margir sannfærðir um að náin tengsl séu á milli 5G og kórónuveirunnar. Fólkið segir að 5G muni valda sprengingu í „rafgeislun“ sem eyðileggi ónæmiskerfi fólks sem á nú þegar í vök að verjast vegna COVID-19 faraldursins. Þessu hafa sérfræðingar og fagaðilar vísað algjörlega á bug.

Barnett er vel þekktur í Ástralíu en hann hefur meðal annars verið í framboði fyrir Involuntary Medication Objectors Party sem hefur ekki notið mikils stuðnings kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi