fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Kjörin íþróttakona ársins 17 ára en endaði sem klámleikkona – „Þetta var ekkert sem ég ætlaði mér“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 05:55

Verona van de Leur. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2002 var hin 17 ára Verona van de Leur frá Hollandi kjörin íþróttakona ársins. En titillinn varð ekki til þess að líf hennar næði nýjum hæðum. Hún var orðin goðsögn innan fimleikaheimsins aðeins 15 ára að aldri. Hún sópaði til sín gullverðlaunum, peningum og frægð en það varði ekki lengi.

Nú er hún að gefa út bókina „Simply Verona“ þar sem hún segir frá ævi sinni, upp- og niðurtúrum.

Fram kemur að foreldrar hennar hafi stutt dyggilega við bakið á henni og allt virtist í blóma þegar hún var að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana 2004. Þau sáu um fjármál hennar og samningagerð. Í miðjum undirbúningnum komst Verona að því að faðir hennar hafði eytt sem svarar til um 800.000 íslenskum krónum af hennar peningum í spilavítum í Las Vegas. Þau náðu sáttum vegna þessa en þegar Verona ákvað að hætta íþróttaiðkun árið 2008 kom í ljós að staða hennar var allt annað en góð. Allir peningarnir hennar voru horfnir. Hún stefndi því foreldrum sínum fyrir dóm.

„Ég veit ekki hverjir foreldrar mínir eru. Ef maður lítur til baka á fimleikana og allan þennan þrýsting. Var þetta gert fyrir dóttur þeirra eða bankareikninginn þeirra? Manni finnst maður hafa verið misnotaður.“

Sagði hún í samtali við The Sun.

Simply Verona eftir Verona van de Leur

Hún vann málið fyrir dómi og fékk sem svarar til um 14 milljóna íslenskra króna frá foreldrum sínum en þau hefur hún ekki talað við né séð í 10 ár.

En áður en hún fékk peningana átti hún ekki grænan eyri. Hún bjó því í bíl í tvö ár og stal mat úr stórmörkuðum. Hún reyndi einnig að kúga fé út úr konu sem hún vissi að væri að halda framhjá maka sínum.

„Ég er ekki stolt af þessu. Ég hefði ekki trúað að ég myndi gera svona. Fjárkúgunin gerðist bara. Þau gengu fyrir framan mig og ég tók mynd. Ég bar þetta upp á konuna sem spurði hvort ég vildi peninga frá henni og ég sagði já.“

En hún fékk enga peninga því konan tilkynnti málið til lögreglunnar og Verona lenti í fangelsi fyrir vikið.

Þegar hún losnaði úr fangelsi var haft samband við hana frá klámfyrirtæki og féllst hún á leika í klámmyndum ásamt unnusta sínum. Næstu átta árin léku þau í klámmyndum og höfðu góðar tekjur.

Verona van de Leur

„Klámiðnaðurinn var ekki val heldur frekar tækifæri fyrir mig. Ég kom úr miklu verri aðstæðum svo þetta var stórt skref. Þetta var ekki eitthvað sem ég ætlaði mér þegar ég var barn en nú er mér alveg sama.“

Hún byrjaði með að gera eitt og annað fyrir framan vefmyndavélar en síðan fór hún að gera myndir með unnustanum sem hafði búið á götunni með henni.

„Hann er myndatökumaðurinn og leikarinn minn. Það var mikill léttir fyrir mig því annars hefði ég ekki getað unnið í þessum geira. Við bjuggum bæði á götunni og höfum gengið í gegnum það sama. Ég naut vinnunnar. Ég horfi til baka á átta góð ár.“

Hún vann fimm EM titla, fékk silfur á HM og sigraði á þremur World Cups.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?