fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

UEFA frestar öllu sem fram átti að fara í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 14:38

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að öllum fyrirhuguðum landsleikjum sem fara áttu fram í júní á þessu ári hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Frestunin nær m.a. til fyrirhugaðra umspilsleikja A landsliðs karla um möguleikann á sæti í lokakeppni EM og leikja A landsliðs kvenna í undankeppni EM.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í dag, miðvikudaginn 1. apríl, í kjölfar fundar með framkvæmdastjórum allra aðildarlanda UEFA og að fengnum tillögum frá sérstökum starfshópum UEFA.

Á meðal annarra ákvarðana á fundinum:
Úrslitakeppni EM U17 karla, sem fara átti fram í maí 2020, hefur verið aflýst.
Úrslitakeppni EM U19 kvenna, sem fara átti fram í júlí 2020, hefur verið aflýst.
Úrslitakeppni EM U17 kvenna, sem fara átti fram í maí 2020, hefur verið frestað um óákveðinn tíma (gildir sem undankeppni fyrir HM U17 kvenna).
Úrslitakeppni EM U19 karla, sem fara átti fram í júlí 2020, hefur verið frestað um óákveðinn tíma (gildir sem undankeppni fyrir HM U19 karla).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu