fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Mun faraldrinum ljúka fyrr en við héldum?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 14:24

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur bjartsýnn tónn var í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á daglegum upplýsingafundi um COVID-19 í dag. „Þessum faraldri gæti verið lokið í maí,“ sagði Þórólfur en hann álítur að við séum tæplega hálfnuð í ferlinu. „Það eru fjórar vikur frá fyrsta tilfellinu og við erum tæplega hálfnuð í langhlaupinu. Faraldurinn er enn í vexti en þetta er ekki hraður vöxtur,,“ sagði Þórólfur.

Áttatíu og átta ný smit hafa greinst frá því í gær eða 20% af þeim sýnum sem veirufræðideildin tók en hlutfallið í sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar var aðeins 1%.

Rúmlega helmingur af þeim sem greindust í gær höfðu verið í sóttkví. Rúmlega tíu þúsund manns eru nú í sóttkví sem gera 3% af þjóðinni.

Þórólfur tilkynnti líka að „pinnamálinu“ væri lokið og enginn skortur væri lengur á sýnatökupinnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum