fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 07:01

Inga og Karsten við landamærin. Skjáskot TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk og þýsk yfirvöld hafa lokað landamærum ríkjanna og fá aðeins þeir að fara yfir þau sem eiga brýnt erindi, til dæmis þeir sem búa í öðru landinu en starfa í hinu. Ást þykir ekki nógu mikilvæg til að hleypa fólki yfir landamærin en því kann par eitt gott ráð við.

Inga Rasmussen, 85 ára, býr í Danmörku en unnusti hennar Karsten Tüchsen, 89 ára, býr í Þýskalandi. Þau hafa verið par í um tvö ár. Áður en COVID-19 faraldurinn braust út heimsóttu þau hvort annað daglega. En lokun landamæranna lokaði á þann möguleika.

En parið lét það ekki slá sig út af laginu og hittist daglega þrátt fyrir lokuð landamæri. Þau hittast einfaldlega við landamærin við Møllehus þar sem þau eyða tíma saman í sitthvoru landinu.

Þar sitja þau og fá sér kaffi og með því, lesa blöðin og spjalla saman. En þau segjast verða að neita sér um kossa vegna faraldursins.

Á vefsíðu TV2 er hægt að sjá stutt myndband um þetta úrræðagóða par.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi