fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Þetta var það sem olli kanínudauðanum í Elliðaárdal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orsök veikinda og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum er að öllum líkindum sjúkdómurinn smitandi lifrardrep. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á kanínuhræjum sem Matvælastofnun sendi til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Kanínueigendur skulu gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt er að gera til að verjast smiti. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki önnur dýr eða fólk.

Lifrardrep í kanínum er bráðsmitandi og banvænn sjúkdómu, sem á ensku nefnist á ensku Rabbit Haemorrhagic Disease. Sjúkdómnum veldur ákveðin tegund calici veira. Þrjár gerðir veirunnar eru þekktar, RHDV1, RHDV1a og RHDV2. Ekki er vitað um hvaða gerð er að ræða hér en sýni hafa verið send til rannsókna erlendis og er niðurstöðu þeirra að vænta í næstu viku.

Sjúkdómurinn leggst á kanínur á öllum aldri en RHDV1 gerðir veirunnar geta valdið vægri, einkennalausri sýkingu í innan við 6-8 vikna gömlum dýrum, RHDV2 veldur aftur á móti sjúkdómi og dauða í allt frá 15 daga gömlum ungum. Meðgöngutími sýkingarinnar er 1-5 dagar. Ef sjúkdómseinkenni sjást er um að ræða m.a. hita, lystarleysi, deyfð, taugaeinkenni (t.d. krampar eða lömun), kvein og öndunarfæraeinkenni (t.d. andnauð og froðukennd eða blóðug útferð úr nösum). Dýrið drepst oftast eftir 12-36 tíma eftir að einkenni koma fram.

Hvernig eiga kanínueigendur að forðast sjúkdóminn?

Kanínueigendum er ráðlagt að forðast að fara á þekkt kanínusvæði þar sem sjúkdómurinn hefur geisað. Ef það hefur verið gert skal þvo fatnað á meira en 50 gráðum í meira en klukkustund. Notið vikon eða klór (1:10) til að sótthreinsa þá fleti sem geta borið smit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi