fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Agnes biskup opnar sig um skilnaðinn og kynferðislega áreitni – „Þessu hafi fylgt svo ó­skap­lega mikil skömm“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. mars 2020 16:03

Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er gestur Sigmundar Ernis í viðtalsþættinum Mannamál sem verður frumsýndur annað kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Í kynningu um þáttinn á vef Hringbrautar kemur fram að í þættinum mun Agnes opna sig um kynferðislega áreitni og skilnaðinn sinn.

Kynningin segir einnig að Agnes þekki vel til kynferðisofbeldis á eigin skinni. Hún minnist bæði andlegs og líkamlegs áreitis frá því hún var að hefja prestskap sinn í kringum árið 1980. Þá segir að hún hafi jafnvel verið hundelt í þessu tilliti. „Karl­remban og tóm­læti feðra­veldisins í seinni tíð hafi líka birst henni oft í biskups­em­bætti.“

Agnes talar einnig opinskátt um skilnaðinn sinn við eiginmann sinn og barnsföður í þættinum. Í kynningunni segir að „hún hafi grátið inni í sér svo árum skipti – og þessu hafi fylgt svo ó­skap­lega mikil skömm fyrir sóknar­prestinn í plássinu að hún hafi átt erfitt með að þjónusta bæjar­búa.“

Spurðu hvort þau myndu deyja um nóttina

Agnes mun í þættinum rifja upp æskuárin sín á Ísafirði. Faðir hennar, sóknarpresturinn Sigurður Kristjánsson, stóð vaktina þegar sjóslys voru tíð á bænum. Agnes segist hafa ákveðið að gerast aldrei prestur þegar hún var ung vegna þessa, eða að minnsta kosti ætlaði hún ekki að gerast prestur í sjávarplássi. Agnes varð þó á endanum prestur í sjávarplássinu Bolungarvík en skömmu seinna komu snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Vikum saman eftir flóðin spurðu börn Agnesar móður sína hvort þau myndu deyja um nóttina.

Hægt er að horfa á Manna­mál klukkan 20:00 á fimmtudögum á Hring­braut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“